fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Hvíta húsið segir að Bucha sé líklega bara toppurinn á ísjakanum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. apríl 2022 08:00

Ungur drengur setur mat á gröf móður sinnar í Bucha. Vinir hans fylgjast með. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk stjórnvöld segja líklegt að rússneskar hersveitir hafi gerst sekar um grimmdarverk víðar í Úkraínu en Bucha. Grimmdarverkin þar geti verið „toppurinn á ísjakanum“.

Þetta sagði Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins í gær. Hún sagði að rússneskar hersveitir hafi „líklega einnig framið grimmdarverk“ á svæðum í Úkraínu sem eru ekki aðgengileg.

Á myndum frá Bucha sjást lík liggja á götum úti og bera mörg þeirra þess merki að um hreinar aftökur hafi verið að ræða. Hendur fólks voru bundnar fyrir aftan bak og það skotið í hnakkann. Úkraínska ríkisstjórnin segir að rússneskir hermenn hafi tekið fólkið af lífi á meðan þeir voru með bæinn á sínu valdi. Rúmlega 400 lík hafa fundist í bænum.

Rússar neita þessum ásökunum og í gær sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, að hér væri um „sviðsetningu“ að ræða sem Úkraína og Vesturlönd hafi dreift á samfélagsmiðlum. Reikna má með að fáir trúi orðum utanríkisráðherrans og annarra rússneskra ráðamanna sem neita því að almennir borgarar hafi verið teknir af lífi í Bucha.

Grunsemdirnar um ábyrgð Rússa á voðaverkunum styrktust í gær þegar New York Times birti gervihnattarmyndir, sem voru teknar um miðjan mars, sem sýna lík liggjandi á sömu stöðum á götum Bucha og þegar úkraínskar hersveitir náðu bænum á sitt vald á sunnudaginn.

Í gær fundust fimm lík almennra borgar í gröf í skógi við bæinn Motyzjun, sem er um 35 km frá Bucha. Meðal hinna látnu voru bæjarstjórinn, eiginmaður hennar og sonur. Fjögur lík voru með hendur bundnar fyrir aftan bak. Íbúar í Motyzjun segja að bæjarstjórinn og eiginmaður hennar hafi neitað að starfa með rússnesku hersveitunum.

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, sagði á mánudaginn að draga eigi Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, til ábyrgðar fyrir þessi grimmdarverk og kallaði hann stríðsglæpamann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Í gær

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“
Fréttir
Í gær

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Í gær

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti