fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Fréttir

Rússar flytja 2.000 hermenn frá Georgíu til Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 1. apríl 2022 06:03

Úkraínskir hermenn taka hergögn af föllnum rússneskum hermanni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til að styrkja hernaðaraðgerðir sínar í Úkraínu ætla Rússar að flytja 2.000 hermenn frá Georgíu til landsins.

Þetta kemur fram í færslu breska varnarmálaráðuneytisins á Twitter. Lengi hefur legið ljóst fyrir að hernaður Rússar í Úkraínu er víðs fjarri því að ganga eftir áætlunum þeirra. Nú virðast þeir því ætla að grípa til nýrra aðferða til að efla her sinn þar.

Varnarmálaráðuneytið segir að leyniþjónustuupplýsingar hermi að Rússar séu nú að byrja að flytja hermenn, sem eru staðsettir í öðrum ríkjum, til Úkraínu. Nú verði 1.200 til 2.000 rússneskir hermenn, sem eru staðsettir í Georgíu, sendir til Úkraínu þar sem þeir munu bætast við þrjár herdeildir.

Ráðuneytið segir einnig að það sé mjög ólíklegt að það hafi á einhverjum tímapunkti verið hluti af áætlunum Rússa að bæta við styrk sinn í Úkraínu á þennan hátt.

Fyrr í vikunni sögðu rússneskir ráðamenn að dregið yrði úr árásum á Kyiv og í norðurhluta Úkraínu og að þetta væri merki um góðan hug Rússa til að greiða fyrir samningum. Þeir sögðu einnig að rússneskar hersveitir myndu áfram vinna að „frelsun“ Donbas.

Úkraínsk stjórnvöld og bandamenn þeirra segja að þetta sé nú frekar aðferð Rússa til að endurskipuleggja sig eftir þá erfiðleika sem hersveitir þeirra hafa glímt við í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Í gær

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Í gær

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“