Julen Lopetegui, knattspyrnustjóri Sevilla, segist ekki vilja yfirgefa spænska liðið þegar að yfirstandandi leiktíð lýkur. Lopetegui var einn af þeim sem var talinn vera á lista forráðamanna Manchester United yfir mögulega arftaka Ralfs Ragnick, núverandi bráðabirgðastjóra liðsins.
Í samtali við ABC de Sevilla hafði Lopetegui þetta að segja:
,,Mín sýn er skýr. Ég vil vera hérna áfram, hjá Sevilla. Það er enginn efi um það í mínum huga.“
Knattspyrnusérfræðingurinn Fabrizio Romano segir að þó Lopetegui hafi verið á lista forráðamanna Manchester united í lengri tíma hafi hann aldrei verið talinn líklegastur til þess að fá starfið.
Sevilla manager Jules Lopetegui tells @abcdesevilla: “My decision is clear – I want to stay here at Sevilla. I’ve no doubt”, he said on his future. 🇪🇸 #Sevilla
Lopetegui has been considered as option on Man United list for long time, but he’s never been the frontrunner. pic.twitter.com/E8fJwX43L4
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 29, 2022