fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Pressan

Blinda spákonan Baba Vanga er sögð hafa spáð fyrir um að Pútín verði „Leiðtogi heimsins“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. mars 2022 07:00

Baba Vanga hefur verið kölluð Nostradamus Balkan-landanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin blinda búlgarska spákona Baba Vanga spáði að margra mati rétt fyrir um margt á ævi sinni og segja hinir sömu að spádómar hennar séu enn að rætast. Hún kom með mörg hundruð spádóma á þeirri hálfu öld sem hún leyfði öðrum að njóta spádómsgáfu sinnar.

Hún er sögð eiga sér milljónir fylgjenda um allan heim sem trúa á spádómsgáfu hennar og að hún hafi getað átt samskipti við geimverur.

Baba Vang er sögð hafa séð margar náttúruhamfarir fyrir og hafi varað við deilum og stríðsátökum áður en nokkur annar sá þá atburði fyrir. Hún lést á miðjum tíunda áratugnum, 85 ára að aldri.

Nú telja sumir að hún hafi spáð fyrir um að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, og Rússland muni verða ráðandi afl í heiminum. Þetta er byggt á ummælum hennar á fundi með rithöfundinum Valentin Sidorov 1979. Birmingham Live segir að þar hafi Baba Vang sagt: „Allt mun bráðna, eins og um ís væri að ræða, aðeins einn verður ósnortinn – vegsemd Vladímírs, vegsemd Rússlands.“ Hún er einnig sögð hafa sagt að ekkert geti stöðvað Rússland: „Hún (Rússland, innsk. blaðamanns) mun ryðja öllu úr vegi sínum  og verða leiðtogi heimsins.“

Daily Post segir að Baba Vanga hafi sagt að Rússland verði eina stórveldi heimsins. Hún er einnig sögð hafa spáð fyrir um notkun kjarnorkuvopna og þriðju heimsstyrjöldina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar