fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Salka Sól fær daglegar fyrirspurnir vegna Encanto og sendir Disney skýr skilaboð

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 23. mars 2022 12:15

Salka Sól og Mirabel Madrigal - Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Disney teiknimyndin Encanto er án efa vinsælasta teiknimynd dagsins í dag og hefur hún verið það síðan hún kom út í lok síðasta árs. Vinsældir myndarinnar má að miklu leyti rekja til frumsömdu tónlistarinnar, sem samin er af lagahöfundinum Lin-Manuel Miranda, en lög myndarinnar hafa vakið gífurlega athygli sem virðist engan enda ætla að taka.

Lagið We Don’t Talk About Bruno er vinsælasta lag kvikmyndarinnar en það er fyrsta Disney lagið sem fer á topp Billboard listann í 29 ár. Síðast náði lagið A Whole New World úr Aladdin þeim árangri árið 1993. Þá hefur lagið fengið rúmlega 223 milljónir spilana á Spotify og komist í efstu sæti hlustunarlista út um allan heim, þar á meðal hér á landi.

Tónlistin úr Encanto er nefnilega jafn vinsæl hér á landi og annars staðar, ábyggilega er hún vinsælust hér ef miðað er við höfðatölu. Það er þó ekki ennþá hægt að hlusta á íslensku þýðinguna á lögunum á stórum streymisveitum eins og Spotify eða Apple Music. Eina leiðin fyrir fólk til að hlusta á lögin úr myndinni á íslensku er að gera það á YouTube, þó eru lögin ekki birt á opinberri YouTube síðu Disney og eflaust hefur verið farið einhverjar krókaleiðir til að halda lögunum þar uppi.

„Við viljum bara vera hluti af Disney fjölskyldunni“

Kallað hefur verið eftir því að Disney setji tónlistina úr Encanto á íslensku á Spotify og aðrar streymisveitur. Salka Sól Eyfeld, sem talar og syngur fyrir aðalpersónuna Mirabel í myndinni, segir að hún fái daglega spurningar um Encanto lögin á íslensku. „Ég er búin að senda fyrirspurnir út um allt og nú síðast á tengilið Disney við Ísland. Hann segir að markaðurinn sé of lítill til að nenna því,“ segir hún í færslu sem hún birti á Twitter-síðu sinni í gær.

Færsla Sölku vakti athygli hjá miklum fjölda af Íslendingum sem allir kölluðu eftir því að Disney geri eitthvað í málinu. Þá endurbirti tónlistarmaðurinn Logi Pedro, sem talar fyrir Kamíló í myndinni, færsluna og hvatti Disney til að koma Við tölum ekki um Brúnó á Spotify eins og skot.

Salka birti nýja færslu vegna málsins á Twitter í dag en í henni sendir hún Disney skýr skilaboð með nokkrum vitnunum í boðskap myndarinnar. „Við viljum bara vera hluti af Disney fjölskyldunni og hlusta á lögin úr Encanto á Spotify. Því sannleikurinn er sá, gjöf eða engin gjöf, þá erum við jafn einstök og restin af heimsbyggðinni.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Í gær

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síminn sektaður fyrir ólöglegar auglýsingar

Síminn sektaður fyrir ólöglegar auglýsingar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“