fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Bandaríkin senda „kamikaze-dróna“ til Úkraínu – Merki um stefnubreytingu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. mars 2022 18:00

Switchblade 300

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðal þeirrar hernaðaraðstoðar sem Bandaríkin ætla nú að láta Úkraínu í té eru svokallaðir kamikaze-drónar. Þeir eru útbúnir með sprengiefni í nefinu og springa þegar þeir hæfa mark.

Þetta eru Switchblade 300 og Switchblade 600 drónar sem eru framleiddir af bandaríska fyrirtækinu AeroVironment. 300 tegundin getur hæft mál í tæplega 1,5 km fjarlægð og 600 tegundin í tæplega 5 km fjarlægð.

Drónarnir vega um 2,5 kíló og eru með myndavél og flugskeyti. Það er hægt að bera þá í litlum bakpoka. Hernaðarsérfræðingar telja að þessir drónar muni opna fyrir algjörlega nýja möguleika fyrir Úkraínumenn í stríðinu við Rússa.

Það er hægt að gera báðar tegundirnar flughæfar á örskotsstund og það er hægt að nota þær við árásir á skriðdreka, stórskotalið og bíla auk fleiri skotmarka.

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í gær um hernaðaraðstoð við Úkraínu upp á einn milljarð dollara.

Það að úkraínski herinn fá þessa dróna markar breytingu í stefnu Bandaríkjanna. Fram að þessu hafa þau aðallega sent varnarvopn til Úkraínu.

Politico segir að kamikaze-drónarnir geti verið á lofti í um 30 mínútur áður en þeim er stýrt niður á ákveðið skotmark af stjórnanda sem er á jörðu niðri. Þessir drónar voru fyrst notaðir af Bandaríkjaher í Afganistan. Bretar nota einnig dróna þessarar tegundar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný