fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Bretar stöðva útflutning á lúxusvarningi til Rússlands – Bílar, listaverk og töskur á listanum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. mars 2022 17:00

Nú má ekki selja Rolls-Royce til Rússlands lengur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú geta rússneskir olígarkar og aðrir rússneskir auðmenn ekki lengur keypt lúxusvarning í Bretlandi. Breska ríkisstjórnin hefur bannað útflutning á lúxusvörum til Rússland og segir markmiðið að svipta olígarka og aðra í rússnesku elítunni aðgangi að lúxusvarningi.

The Guardian segir að nú muni rússnesku olígarkarnir ekki lengur geta orðið sér úti um lúxusbíla, listaverk og rándýrar handtöskur. Sala á þessum varningi hefur fært breskum fyrirtækjum mörg hundruð milljónir punda í tekjur árlega.

Á síðasta ári nam útflutningur breskra fyrirtækja til Rússlands 2,6 milljörðum punda. Stærsti hlutinn var bílar eða um 400 milljónir en ríkir Rússar keyptu töluvert af Aston Martin, Bentley og Rolls-Royce.

Margir söluaðilar lúxusvarning höfðu hætt sölu til Rússlands af sjálfsdáðum áður en ríkisstjórnin bannaði slíkar sölur.

Helen Brocklebank, forstjóri Walpole hagsmunasamtaka lúxusverslana, sagði að samtökin styðji bannið heilshugar. Allir meðlimir þeirra séu hættir að selja lúxusvarning til Rússlands en um 250 fyrirtæki eru í samtökunum.

Uppboðsfyrirtækið Sotheby‘s hefur nú þegar hætt öllum inn- og útflutningi á listmunum frá og til Rússlands og hefur lokað skrifstofu sinni í Moskvu.  Það sama á við um uppboðshúsið Christie‘s sem hefur einnig hætt við uppboð á rússneskum listmunum sem átti að fara fram í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný