fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Pútín er líklega einn ríkasti maður heims – Svona mikill er auður hans

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. mars 2022 06:15

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, er einn valdamesti maður heims og líklega einn af þeim ríkustu. En hversu miklar eru eignir hans? Lifir hann lúxuslífi eins og margir vinir hans í hópi olígarka?

Pútín hefur ekki oft sést í lúxusfríi í útlöndum og opinber laun hans svara til um 18 milljóna íslenskra króna á ári. Samkvæmt opinberum skráningum á hann nokkra gamla bíla og litla íbúð. En þrátt fyrir þetta er talið að hann sé einn ríkasti maður heims og hafa sumir skotið á að auðæfi hans nemi um 200 milljörðum dollara. LA Times og CNN skýra frá þessu og segja að þetta sé það mat sem heimildarmenn hafi lagt á auðæfi Pútín.

Einn þeirra er bandaríski fjárfestirinn Bill Browder en hann er harður gagnrýnandi Pútín. „Verðmæta úrasafns Pútín er á við margföld árslaun hans,“ sagði hann í samtali við CNN 2018.

En það er ekki nóg með að Pútín eigi verðmætt úrasafn, hann á einnig lúxussnekkju að verðmæti sem svarar til um 14 milljarða íslenskra króna og því hefur einnig verið haldið fram að hann eigi risastóra höll við Svartahaf, hún hefur verið nefnd Höll Pútín. Opinberlega eru hvorki snekkjan né höllin í hans eigu en vinur hans, hinn stórefnaði olígarki Arkady Rotenberg, segist eiga snekkjuna og höllina.

En það er erfitt að öðlast heildaryfirsýn yfir eigur Pútín því hann er ekki aðeins slyngur stjórnmálamaður, hann er einnig góður í að halda upplýsingum um einkalíf sitt og eigur frá almenningi og fjölmiðlum.

Hann er talinn hafa leynt auðæfum sínum með aðstoð olígarkanna sem hafa auðgast gríðarlega í skjóli hans. Til þess eru gervifyrirtæki notuð og leppar og auðvitað skattaskjól víða um heim.

En þvert á það sem einkennir lífsstíl vina hans olígarkanna þá er Pútín ekki þekktur fyrir að lifa einhverju áberandi lúxuslífi. Sumir segja að lífsstíll hans sé kannski ekki eins áberandi og lífsstíll olígarkanna en ekki síður kostnaðarsamur.

Panamaskjölin

Pútín var tengdur við kaup á einbýlishúsi í Mónakó í Panamaskjölunum svokölluðu. Hann er sagður hafa greitt sem svarar til rúmlega 600 milljóna íslenskra króna fyrir húsið sem var ætlað þáverandi ástkonu hans, Svetlana Krivongikh, sem hann er sagður hafa eignast barn með.

Ein eins og með margt annað þá voru leppar notaðir í tengslum við kaupin á húsinu svo nafn Pútín tengdist kaupunum ekki beint.

Einn af vinum Pútín er Roman Abramovichs, sem er enn eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea, en eigur hans eru taldar nema 83 milljörðum dollara. Pútín er því miklu ríkari.

En bent hefur verið á að það skipti svo sem ekki öllu máli hversu mikið Pútín á, völd hans séu þannig að hann geti einfaldlega skrifað undir eina forsetatilskipun og þannig svipt olígarka á borð við Abramovich auði sínum. Af þeim sökum tipli olígarkarnir á tánum í kringum hann og séu tregir til að gagnrýna hann og stríðsreksturinn í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast