fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Smástirni sprakk norður af Íslandi í gærkvöldi – Sprakk með „jafngildi 2-3 þúsund tonnum af dínamíti“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 12. mars 2022 11:00

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smástirni sprakk norður af Íslandi í gærkvöldi. Einn helsti stjörnuspekingur landsins Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu-Sævar eins og hann er gjarnan kallaður, vakti athygli á þessu á samfélagsmiðlum sínum í morgun.

Sævar segir að smástirnið sem um ræðir sé það fimmta sem uppgötvast áður en það rekst á jörðina. „Mælingar benda til að það hafi verið 3-4 metrar í þvermál, ferðast á 13 km hraða á sek og sprungið með jafngildi 2-3 þúsund tonnum af dínamíti,“ segir hann svo einnig.

Smástirnið fékk skráarheitið 2022 EB5 þegar það fannst í gær, 11. mars, skömmu áður en það rakst á jörðina. „Það fannst með sjónauka í Piszkéstető-stjörnustöðinni í Ungverjalandi. Smástirnið tilheyrði hópi Apollo-jarðnándarsmástirna sem reglulega skera braut Jarðar,“ segir Sævar.

„Sporbraut þess um sólina var 4,73 ár. Brautarhallinn 10,4 gráður sem þýðir að það fór reglulega undir og yfir brautarflöt Jarðar“

Sævar deilir myndbandi sem kollegi hans, Tony Dunn, birti á Twitter en í því má sjá hvernig smástirnið flaug í átt að Íslandi og hvar það sprakk.

Myndbandið sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“