fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Bandaríkin afþökkuðu pólskar MIG orustuþotur – Óttast að móttaka þeirra gæti hrundið þriðju heimsstyrjöldinni af stað

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. mars 2022 08:00

MIG þotur á pólsku safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólsk stjórnvöld buðust á þriðjudaginn til að afhenda Bandaríkjunum 28 MIG orustuþotur og að þeim yrði flogið til bandarísku Ramstein herstöðvarinnar í Þýskalandi. Þaðan væri síðan hægt að fljúga þeim til Úkraínu og afhenda úkraínska hernum. Bandaríkjamenn hafa afþakkað þetta boð, telja þetta of áhættusamt og gæti í raun hrundið þriðju heimsstyrjöldinni af stað.

MIG vélarnar eru frá tímum Sovétríkjanna og úkraínski flugherinn á einnig slíkar vélar og flugmenn hans eru því þjálfaðir til að fljúga þeim og því væri hægt að taka þær samstundis í notkun.

Með boði Pólverja fylgdi að þeir myndu gefa Bandaríkjunum vélarnar og síðan fá notaðar F-19 orustuþotur í staðinn síðar.

Kristian Søby Kristensen, forstöðumaður hernaðarmáladeildar Kaupmannahafnarháskóla, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að það að Bandaríkin hafi afþakkað vélarnar sýni að Vesturlönd „fari eins og köttur í kringum heitan graut“ til að stíga ekki of fast á tær Pútín og Rússlands en heldur ekki of mjúklega.

Hann sagði að bæði Bandaríkin og Pólland vilji forðast að tengjast afhendingu þessara véla til Úkraínu. Löndin séu í ákveðinni klemmu því þau vilji gjarnan styðja Úkraínu en óttist um leið að styggja Rússa of mikið. Pútín hafi hótað Vesturlöndum og sagt að það muni hafa afleiðingar ef þau blanda sér of mikið í stríðið og hafi minnt á kjarnorkuvopnaeign Rússa. Hann sé að reyna að fæla Vesturlönd frá því að gera meira varðandi stríðið en þau gera nú.

Þessar hótanir hans virðast hafa greinileg áhrif að mati Kristensen: „Óttinn er að þetta geti farið algjörlega úr böndunum og endi með þriðju heimsstyrjöldinni. Þetta vita báðir aðilar vel og vilja forðast en þeir þurfa samt sem áður að takast á við stríðið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“