fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Móðir sakfelld í Héraðsdómi – Sló dóttur sína í andlitið á foreldrafundi

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 9. mars 2022 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sakfellt móður á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot í nánu sambandi og barnaverndarbrot gegn dóttur sinni. Refsingu móðurinnar var frestað í tvö ár haldi hún skilorð. Ákæra í málinu var gefin út þann 25. janúar síðastliðinn en brotin, sem eru í tveimur ákæruliðum, áttu sér stað árið 2019 og 2020.

Fyrra brotið átti sér stað þriðjudaginn 19.nóvember 2019 á foreldrafundi með dóttur sinni og með starfsmönnum í skóla hennar í Reykjavík. Var móðirin ákærð fyrir að hafa beitt dóttur sína ofbeldi á fundinum, andlegum og líkamlegum refsingum, ógnunum og sýnt henni yfirgang og ruddalegt athæfi með því að slá hana einu sinni með flötum lófa í andlitið.

Seinni brotið átti sér stað miðvikudaginn 25. mars 2020 en þá sendi móðirin eftirfarandi skilaboð á dóttur sína. „I‘ll kill u“, „I have no respect to u“, „I´ll never want to see u again“, „U stupid cunt“ og með þeim hótað henni og sýnt henni vanvirðandi háttsemi, yfirgang, ruddalegt athæfi og móðgun.

Móðirin játaði skýlaust háttsemi sína fyrir dómi. Í dómnum kemur fram að hún hafi áður gengist undir sátt hjá lögreglustjóra vegna umferðarlagabrots árið 2017 en að öðru leyti ekki gerst brotleg við lög.

Eins og áður sagði ákvað Héraðsdómur að fresta refsingu móðurinnar skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var hún dæmd til að greiða allan sakarkostnað, tæplega 900 þúsund krónur.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Í gær

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu