fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Talinn hafa kastað bensínsprengju inn um glugga í Auðbrekku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. mars 2022 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum DV er maður grunaður um að hafa brotið rúðu í húsi að Auðbrekku 4 í Kópavogi í nótt og kastað bensínsprengju inn í húsið.

Vísir.is greinir frá því að maður hafi verið handtekinn grunaður um íkveikjuna.

Húsið er á tveimur hæðum og voru fjórtán í húsinu er eldurinn kviknaði um þrjúleytið í nótt. Enginn meiðsl urðu á fólki en töluverðar skemmdir eftir reyk. Eldurinn var í einu herbergi.

DV náði sambandi við fyrrverandi eiganda hússins, Grétar Hannesson. Grétar segir að húsið hafi verið innréttað sem gistiheimili og lúti reglum um gistiheimili hvað varðar eldvarnir. Um herbergjaleigu er að ræða og íbúarnir eru allir erlendir. Þeir koma þó ekki frá einu fyrirtæki eða tiltekinni starfsmannaleigu heldur héðan og þaðan.

Grétar seldi húsið í janúar síðastliðnum til fyrirtækisins Húsheild. Forsvarsmaður þess er Ólafur Ragnarsson. Hann staðfestir að íbúarnir séu erlendir og komi hver úr sinni áttinni. Ólafur veit ekki meira um málið en það að maður er grunaður um íkveikju. Segist hann fá nánari upplýsingar frá lögreglu um málið síðar í dag.

Eftirfarandi tilkynning um málið hefur borist frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu:

„Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna í húsi við Auðbrekku í Kópavogi er á frumstigi. Tilkynning um eldinn barst á fjórða tímanum í nótt, en í húsinu eru herbergi í útleigu. Engan sakaði. Tæknideild lögreglu kom á vettvang í nótt og heldur vinnu hennar þar áfram í dag.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný