fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Rússar heimta að Goggle hætti að deila „fölskum upplýsingum“ í auglýsingum á YouTube

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. mars 2022 10:01

Google á YouTube. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska fjarskiptaeftirlit Rússlands, Roskomnadzor, hefur farið fram á að Google hætti að dreifa „fölskum upplýsingum um sérstöku hernaðaraðgerðirnar“ í Úkraínu í gegnum auglýsingar á YouTube.

Í bréfi sem Roskomnadzor hefur sent Google er því haldið fram að fölskum upplýsingum um eðli „sérstakra hernaðaraðgerða“ Rússlands í Úkraínu sé deilt í gegnum þær auglýsingar sem birtist notendum á YouTube. Með þessum upplýsingum sé verið að afvegaleiða skoðanir rússneska borgara og hvetja til mótmæla.

Stjórnendur YouTube ættu að hætta að sýna slíkar auglýsingar til rússneskra notenda. Þær brjóti gegn rússneskum lögum og séu þar að auki aðgengilegar börnum sem brjóti gegn bæði rússneskum reglum um aldurstakmörk sem og gegn reglum YouTube um slíkt.

Rússland berst nú hart gegn þeim upplýsingum sem hafa birst um stöðuna í Úkraínu. Fjölmiðlum þar innanlands hefur verið meinað að tala um innrásina sem stríð og var í morgun lögfest lagabreyting sem þýðir að fólk á yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi fyrir að deila efni sem rússnesk yfirvöld flokka sem „falskar upplýsingar“ um aðgerðir rússneska hersins.

Rozkomnadzor hefur staðið í ströngu. Eftirlitið hefur farið fram á við rússneska fjölmiðla að þeir byggi fréttaflutning sinn aðeins á opinberum upplýsingum frá rússneskum stjórnvöldum en það séu einu „áreiðanlegu upplýsingarnar“ sem séu í boði. Eins hefur eftirlitið krafist þess að Wikipedia fjarlægi upplýsingar um stöðuna þar sem talað er um stríð og þær meintu þúsundir rússnesku hermanna sem hafa fallið í valinn.

Rússnesk stjórnvöld hafa einnig beitt sér gegn TwitterFacebook og Instagram og takmarkað aðgang rússneskra notenda að þessum miðlum til að koma í veg fyrir að þeir sjái upplýsingar sem rússnesk yfirvöld hafa ekki ritstýrt.

Sjá einnig: Rússar reiðir Wikipedia – Krefjast þess að „falskar upplýsingar“ verði fjarlægðar

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum