fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Útvarp Saga hótar Jafet málsókn – „Mjög pirraður á þessu Rússarunki þeirra“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 28. febrúar 2022 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jafet Sigfinnsson fékk símtal frá Útvarpi Sögu þar sem honum var hótað málsókn. Ástæðan er nýlegt tíst Jafets á Twitter þar sem hann hvetur til sniðgöngu á fyrirtæki sem auglýsa hjá Útvarpi Sögu og vefmiðlinum Fréttin.is. Ástæðan fyrir því er meintur falsfréttaflutningur umræddra miðla.

DV hafði samband við Jafet vegna málsins en hann segist ekki átta sig á því hvaða lagagreinar hann á að hafa brotið. „Þetta meikar ekki alveg sens. Hún talaði eitthvað um að ég væri að brjóta lög af því ég væri að hvetja fólk til að sniðganga fyrirtæki sem styðja þau. Sagði svo að ég hefði birt þetta á Facebook og ég væri að hvetja fólk til að senda skilaboð á fyrirtækin, sem ég gerði ekki,“ segir Jafet.

Hann segist rólegur yfir þessu. „Ég er voða slakur og hef ekki mikla trú á að það sé eitthvað til í þessu. Þetta er aðallega fyndið af því þau tala svo mikið um málfrelsi.“

Jafet segist ekki þola falsfréttir en fréttaflutningur Útvarps Sögu og Fréttarinnar í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu hefur farið sérstaklega í taugarnar á honum:

„Allar falsfréttir fara í taugarnar á mér. En ég er mjög pirraður á þessu Rússarunki þeirra. Þetta er ekki það sem heimurinn þarf á að halda núna. Við þurfum að standa saman og það er ekki hægt að réttlæta það að ráðast inn í friðsamt ríki. Sama hvaða bull þessir Rússar segja og það er merkilegt að það sé einhver hópur sem finnst í lagi að upphefja það, mér finnst það fáránlegt,“ segir Jafet.

Arnþrúður með einfalda yfirlýsingu

„Það er bara matartími hér,“ sagði Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, er DV hringdi í hana. Mátti greina eril í bakgrunninum. Varðandi erindið þá vildi Arnþrúður ekki láta hafa neitt eftir sér nema nákvæmlega þetta:

„Ég fyrirlít svona ofbeldi, ég fyrirlít allt ofbeldið, búið!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Börn í hópslagsmálum í Breiðholti og skotvopnum stolið í Kópavogi

Börn í hópslagsmálum í Breiðholti og skotvopnum stolið í Kópavogi
Fréttir
Í gær

Rússneskir hermenn falla í stríðum straumum – Ný þróun hefur breytt vígvellinum

Rússneskir hermenn falla í stríðum straumum – Ný þróun hefur breytt vígvellinum
Fréttir
Í gær

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“