fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Rússar takmarka aðgang að Facebook

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. febrúar 2022 19:11

Vladímír Pútín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússland hefur takmarkað aðgang landa sinna að Facebook eftir að móðurfélag miðilsins, Meta, tilkynnti að færslur rússneskra fjölmiðla verði sérstaklega auðkenndar til að sporna við upplýsingaóreiðu á samfélagsmiðlinum.

Yfirvöld í Rússlandi hafa kallað þessa aðgerð ritskoðun og saka Facebook um að brjóta gegn mannréttindum Rússa.

Í tilkynningu Meta segir að fyrirtækið ætli sér að taka ráðstafanir til að tryggja öryggi notenda sinna í ljósi stöðunnar í Úkraínu. Meðal aðgerða á að koma á fót sérstakri deild sem mun leita að varhugaverðu efni og til að bera kennsl á tilraunir til að „misnota miðilinn“.

Til að sporna við dreifingu á röngum upplýsingum um ástandið í Úkraínu mun þessi deild reyna að sannreyna fréttir frá rússneskum miðlum og merkja þær sem „falskar“ ef enginn fótur reynist fyrir þeim.

Ekki hefur fengist á hreint í hverju þær takmarkanir sem Rússar hafa sett á Facebook-notkun í landinu felast en ekki er um að ræða algjöra lokun á samfélagsmiðlin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Geisladiskabúð Valda komin með nýtt húsnæði

Geisladiskabúð Valda komin með nýtt húsnæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sænskur ráðherra með hrollvekjandi ummæli varðandi Rússland – „Við undirbúum okkur undir árás“

Sænskur ráðherra með hrollvekjandi ummæli varðandi Rússland – „Við undirbúum okkur undir árás“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrstu langtímasamningarnir um liðskiptaaðgerðir og fleiri skurðaðgerðir

Fyrstu langtímasamningarnir um liðskiptaaðgerðir og fleiri skurðaðgerðir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leið miklar kvalir í flugvél á Keflavíkurflugvelli en fær ekkert fyrir – „Sjálf lá ég með fætur á gólfinu og höfuð ofan á sæti“

Leið miklar kvalir í flugvél á Keflavíkurflugvelli en fær ekkert fyrir – „Sjálf lá ég með fætur á gólfinu og höfuð ofan á sæti“