fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fréttir

Sendiherra Rússlands á Íslandi segir að ekki sé um innrás að ræða -„Þetta er alls ekki innrás“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 24. febrúar 2022 19:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var við Mik­haíl V. Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, í fréttum RÚV í kvöld. „Forseti Rússlands hefur oft lýst því yfir að ekki verði ráðist inn í Úkraínu. Í morgun lásum við að það væri byrjað stríð þar. Hvað breyttist?“ spyr fréttamaður RÚV sendiherran sem svarar beittur og segir að ekki sé um innrás að ræða.

„Þetta er alls ekki innrás á yfirráðasvæði Úkraínu. Þið vitið hvaða atburðir leiddu til þessarar ákvörðunar Pútíns forseta. Hann vísaði til sérstakra aðstæðna rússneskra borgara þann 22. febrúar. Þar sagði hann frá áætlunum vegna aðstæðna í Úkraínu og fjallaði ítarlega um hvað gerst hefði í Úkraínu síðastliðin átta ár.“

Noskov er þá spurður hvort Rússland óttist þær refsiaðgerðir sem tilkynnt hefur verið um í dag. Því svarar hann neitandi. „Nei, við höfum vanist slíku og höfum lifað við refsiaðgerðir, ekki aðeins frá 2014 heldur einnig á Sovéttímanum, á áttunda áratugnum, á níunda áratugnum,“ segir hann.

„Efnahagur okkar hefur aðlagast vel refsiaðgerðum síðustu átta ára. Þessar refsiaðgerðir sem nú eru framundan gætu vissulega haft áhrif á rússneskan efnahag en ég bendi á að þær hafa meiri áhrif á ríkin sem beita þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti
Fréttir
Í gær

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir
Fréttir
Í gær

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós
Fréttir
Í gær

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“
Fréttir
Í gær

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar