fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Samherja-símamálið: Jakob hneykslaður á greinargerð Páleyjar – „Kemst ekki hjá því að velta fyrir sér hvort annarleg sjónarmið liggi að baki“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 24. febrúar 2022 13:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður Vísis, er gagnrýninn á ýmislegt í greinargerð Lögreglustjórans á Akureyri í Samherja- símamálinu. Jakob ræddi þetta og fleiri fréttamál á Bylgjunni í morgun.

Jakob segir að samkvæmt greinargerðinni sé ljóst að blaðamenn séu ekki grunaðir um að hafa eitrað fyrir Páli Steingrímssyni Samherjaskipstjóra né stolið síma hans. Það liggi alveg fyrir hver það gerði, umrædd mannneskja sem sögð er nákomin Páli og vera í hefndarhug. Segir Jakob að flesti viti hver það er.

Sjá einnig: Lögregla segir að blaðamenn hafi mögulega dreift kynlífsmyndböndum af Páli og að símaþjófurinn hafi komið síma hans í hendur þeirra

Jakob segir það vera einfeldingslega ályktun lögreglustjórans fyrir norðan að slá í því föstu að fréttaflutningur Kjarnans og Stundarinnar sem byggður er á textaspjalli milli Páls og tveggja annarra aðila með tengsl við Samherja sé endilega grundvallaður á gögnum úr síma Páls. Reyndir blaðamenn viti að svona gögn geti borist með ýmsum leiðum. „Við getum alls ekki gengið úr frá því að heimildirnar séu úr síma Páls,“ segir Jakob.

Jakob staldrar sérstaklega við eftirfarandi orðalag úr greinargerðinni, sem hann segir mjög skrýtið:

„Blaðamönnum er umhugað um vernd heimildarmanna sinna. Á móti bendir ákæruvaldið á að fjölmiðlar eru að hagnýta sér viðkvæma stöðu heimildarmannsins. X kemur til þeirra á sennilega erfiðasta tímabili lífs síns, væntanlega mjög viðkvæmur og hugsanlega í hefndarhug. Í stað þess að staldra aðeins við og veita X stuðning og hjálp, virðast fjölmiðlar fara strax í að nýta sér augljós brot hans sér í hag, bæði faglega og fjárhagslega. Þeir huga ekki að því að þarna er einstaklingur í viðkvæmri stöðu og sýna af sér algjört skeytingarleysi um hans líðan og líf.“

Segir Jakob þessa afstöðu Páleyjar lögreglustjóra vera stórundarlega, hún segi að fyrsta skref blaðamanna við svona aðstæður eigi að vera að setjast niður með heimildarmanninum og veita honum sálgæslu, klappa honum á öxlina og „halló, svona gerum við ekki“. Jakob segir þetta fráleitt og segir síðan:

„Blaðamenn taka gagnapakka, öll helstu fréttamál sögunnar á byggja á gögnum sem fengin eru með ólöglegum hætti, starf blaðamanna er að vinsa út kjarnann og hismið, síðan taka þeir kjarnann og byggja sinn fréttaflutning á honum. Það er ekki um það deilt að þessi fréttaflutningur var algjörlega réttmætur. Síðan varðandi þessa grein sem sett er sérstaklega til að stöðva eltiklámshrellara, þá  er sú grein einhvern veginn nýtt til að koma höggi á blaðamenn.“

Jakob segir afar óheppilegt að Bjarni Benediktsson og Brynjar Níelsson, sem séu fulltrúar framkvæmdavaldsins, hafi tjáð sig af svo miklum móð um þetta mál sem raun ber vitni. „Svo sér maður greinargerðina og maður kemst ekki hjá því að velta fyrir sér hvort annarleg sjónarmið liggi að baki,“ segir Jakob.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húseigandi amast við rekstri tjaldsvæðis – Segir það valda tjóni á eign og leigjendum sínum ónæði

Húseigandi amast við rekstri tjaldsvæðis – Segir það valda tjóni á eign og leigjendum sínum ónæði
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“