fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Inga Sæland leigir 148 fermetra öryrkjaíbúð á 110 þúsund krónur

Björn Þorfinnsson, Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 29. mars 2018 11:00

Íbúðin sem Inga Sæland leigir af Öryrkjabandalaginu er 148 fermetrar að stærð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fòlksins, býr í fallegri fjögurra herbergja íbúð við Maríubaug í Grafarholti. Íbúðin er 120 fermetrar að stærð auk þess sem bílskúr fylgir eigninni. Heildarstærð eignarinnar er því 148 fermetrar. Inga leigir íbúðina af Brynju, Hússjóði Öryrkjabandalagsins, en hún er lögblind og var á örorkubótum áður en hún fleytti flokki sínum inn á þing.

Inga Sæland – Formaður Flokks fólksins fær um 1,7 milljónir á mánuði í laun.

Inga hefur búið í íbúðinni í rúm sjö ár eða frá því í febrúar 2011. Leigan var upphaflega 74.304 krónur, samkvæmt þinglýstum leigusamningi, en hækkaði í 95 þúsund krónur þann 1. febrúar 2012. Síðan þá hefur leigan hækkað í takt við vísitölu neysluverðs sem þýðir að heildarleigan, sem Inga greiðir í dag, er um 110 þúsund krónur. Gera má ráð fyrir því að sambærileg eign væri leigð á um þreföldu því verði á almennum markaði.

Með 1,7 milljónir í laun á mánuði

Launaumslag Ingu hefur bólgnað hratt út eftir að hún varð þingmaður. Auk þingfararkaups upp á 1.101.194 krónur fær hún rúmlega 500 þúsund króna álag vegna þess að hún er formaður stjórnmálaflokks. Mánaðarlaun hennar eru því um 1.651.791 króna á mánuði að viðbættum föstum starfskostnaði upp á 70.000 krónur á mánuði.

DV sendi fyrirspurn á Ingu og spurði hvort stjórnmálaleiðtoginn hefði íhugað að rýma til fyrir öðrum sem væru í verri stöðu og fara út á almennan leigumarkað. Til vara var spurt hvort hún hefði íhugað að flytja í minni íbúð hjá Öryrkjabandalaginu enda býr Inga ein í íbúðinni ásamt sambýlismanni sínum, Óla Má Guðmundssyni. Svör við þessum spurningum hafa ekki borist frá Ingu.

Á dögunum fékk DV ábendingu um að Inga, sem er skráð sem annar af tveimur prókúruhöfum Flokks fólksins, hefði ráðið son sinn í launað starf sem skrifstofustjóri flokksins. Aðskilinni fyrirspurn DV svaraði Inga á þá leið að það væri alrangt. Sonur hennar væri ekki búinn að fá eina einustu krónu í laun frá Flokki fólksins. „Nei, við vorum ekki að ráða neinn skrifstofustjóra,“ sagði Inga. Hún sagði að ábending sem barst DV hefði mögulega komið frá skrifstofustjóra flokksins. „Það hefur kannski verið skrifstofustjórinn sem sagði það, vegna þess að hann móðgaðist svo við að sonur minn væri að aðstoða okkur í sérverkefni varðandi netið. Við erum ekkert voðalega góð á netinu en hann er ekki búinn að fá eina einustu krónu í laun frá Flokki fólksins. Þetta er bara öfund […]. Þetta er bara út af því að hann er að hjálpa okkur með heimasíðuna,“ sagði Inga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum