Ólíklegt er að Jóhann Berg Guðmundsson geti spilað með Burnley um helgina þegar liðið mætir Brighton.
Burnley er í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og þarf að fara að ná inn sigrum til að halda sér í deildinni.
Jóhann Berg þurfti að láta fjarlæga úr sér botlanga á dögunum. „Charlie Tayler og Jóhann eru að jafna sig og verða tæplega með um helgina,“ sagði Sean Dyche stjóri Burnley.
Jóhann Berg er á sínu sjötta ári með Burnley í ensku úrvalsdeildinni.
💬 "Barnesy completed 90 minutes, Charlie Taylor and Johann Berg Gudmundsson are recovering but are unlikely to feature this weekend. Vydra is also making good progress. Wout's done some light training today but we're expecting him to be okay."#BHABUR | #UTC pic.twitter.com/IaFV9wJs7V
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) February 17, 2022