fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Gummi Kíró sakaður um að dreifa falsupplýsingum – Skýtur til baka og hótar tilkynningu til Landlæknis

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. febrúar 2022 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Birkir Pálmason, kírópraktorinn landsþekkti sem gengur undir nafninu Gummi Kíró, hefur hótað Birni Hákoni Sveinssyni sjúkraþjálfara að tilkynna hann til Landlæknis ef að hann „taggar“ aftur fyrirtæki sitt, Kírópraktorstöð Reykjavíkur, í færslur sínar á Instagram. Samskipti heilbrigðisstarfsmannanna hafa vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlinum og virðist sjúkraþjálfarinn taka hótunum Guðmundar mátulega alvarlega.

Sjúkrabjörn leiðréttir rangfærslur

Forsaga málsins er sú að Björn Hákon, sjúkra- og styrkarþjálfari, heldur úti vinsælum Instagram-reikningi undir nafninu Sjúkrabjörn þar sem hann birtir margskonar fróðleik um æfingar, þjálfun og öllu sem því tengist. Björn Hákon er einnig iðinn við að benda á margskonar villandi upplýsingar um sérgrein sína, sérstaklega þegar slíkar upplýsingar eru notaðar til að pranga vörum eða þjónustu upp á grunlausa viðskiptavini.

Í vikunni fjallaði Björn Hákon um heimildahrúgun (e. Cititation Dump) sem í einfölduðu máli snýst um að færð eru rök fyrir einhverjum vafasömum fullyrðingum með því að vísa í allskonar heimildir eða rannsóknir máli sínu til stuðnings. Tilgangurinn er sá að freista þess að lesendur taki fullyrðingunum sem sannleik en þegar betur er að gáð styðja heimildirnar ekki fullyrðinguna á nokkurn hátt eða þá að rannsóknirnar standist ekki vísindalegar kröfur. Í þræðinum sagði Björn Hákon að sem betur fer væri fólk sífellt að verða læsara á slíkar blekkingar.

Angi af því er einnig sá að fólk er farið að krefjast tilvísana í heimildir þegar að fyrirtæki, sérstaklega í heilbrigðisgeiranum, fullyrða eitthvað.

Björn Hákon tók sem dæmi póst á Instagram-síðu Kírópraktorstöðvar Reykjavíkur þar sem fullyrt var að fimm ástæður bakverkja væri eftirfarandi:

  • 20% krefjandi íþróttir
  • 20% röng líkamsbeiting
  • 20% of lítil hvíld
  • 20% stirðleiki
  • 20% þungar lyftingar
Skjáskot/Instagram

Sagði sjúkraþjálfarinn að upplýsingarnar væru rugl og máli sínu til stuðnings benti hann á samantektarrannsókn þar sem niðurstöður 25 rannsókna voru dregin saman. Þá væru fimm helstu þættir sem geta spáð fyrir um hvort einstaklingur upplifi bakverki um ævina eftirfarandi:

  • Hærri almennur sársaukastuðull
  • Hærri líkamsþyngd
  • Þungur burður í vinnu
  • Erfið vinnuaðstaða
  • Þunglyndi
Skjáskot/Instagram

Benti hann á að niðurstöður rannsóknanna væru langt frá því sem að Kírópraktorstöð Reykjavíkur héldi fram og furðaði sig á framgöngu stofunnar sem hann taggaði í þræði sínum.

Hótar tilkynningu vegna Instagram-tags

Gummi Kíró er framkvæmdastjóri Kírópraktorstöðvar Reykjavíkur. Óhætt er að fullyrða að umfjöllun Björns Hákons hafi farið öfugt ofan í Gumma sem sendi honum kaldar kveðjur og hótaði að kæra hann til Landlæknis fyrir Instagram-taggið.

„Hahaha, alltaf sama minnimáttarkenndin í ykkur! Ég svara oftast ekki svona „kommentakerfisskrifum“ einstaklinga sem eiga erfitt með að sjá heildarmyndina. Kannski vantar fólki sjálfstraust í starfi og taka óöryggi sitt út á öðrum,“ skrifar Guðmundur.

Hann fullyrðir svo að rannsóknirnar séu svo sannarlega til staðar en að það hafi ekkert upp á sig að birta slíkt því enginn myndi nenna að lesa slíkt og þar með væri til lítils unnið.

„Að kalla þetta falskar upplýsingar er í raun fáfræði og minnimáttarkennd að koma fram,“ skrifaði Guðmundur.

Hann klikkti svo út með því að hóta að tilkynna Björn Hákon til Landlæknis.

„Gangi þér vel í öllu sem þú getir en ef þú taggar aftur fyrirtæki okkar á samfélagsmiðlum án leyfis þá tilkynni ég það okkar yfirmanni, Landlækni, sem heimilar ekki slíkt,“ skrifar Guðmundur ósáttur.

Ekki er hægt að segja að Björn Hákon taki þessari hótun Guðmundar alvarlega. Auk þess að rífa í sig skeyti hans lið fyrir lið þá birti hann í lok færslu sinnar eftirfarandi grínmynd.

Sjá einnig: Gummi Kíró svarar fyrir sig: „Þetta eru ekki staðreyndir“ – „Þessar prósentutölur þýða ekki neitt“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley
Fréttir
Í gær

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“
Fréttir
Í gær

Kona sökuð um hafa neytt ketamíni ofan í mann og misþyrmt honum hrottalega – „Með mexíkóskan pottrétt í andlitinu“

Kona sökuð um hafa neytt ketamíni ofan í mann og misþyrmt honum hrottalega – „Með mexíkóskan pottrétt í andlitinu“
Fréttir
Í gær

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þeir sem eru sem lengst sokknir í Woke hugmyndafræðina eru mjög hrokafullir en sjá það ekki sjálfir“

„Þeir sem eru sem lengst sokknir í Woke hugmyndafræðina eru mjög hrokafullir en sjá það ekki sjálfir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir að pressa Trump á Rússland geti endað með hótunum um heimsstyrjöld

Sérfræðingur segir að pressa Trump á Rússland geti endað með hótunum um heimsstyrjöld