fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Beint úr klámmyndaleik í eina vinsælustu þáttaröðina hjá HBO

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. febrúar 2022 06:00

Chloe Cherry. Mynd:HBO Max

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri þáttaröð „Euphoria“ sem HBO Max sýnir hefur Chloe Cherry svo sannarlega slegið í gegn. Þetta er í fyrsta sinn sem hún leikur í „venjulegum“ þáttum því áður lék hún í klámmyndum. Hún er því ekki óvön að vera fyrir framan myndavélar en þó öllu fáklæddari en hún er í „Euphoria“.

Í viðtali við Interview Magazine skýrir hún frá hvernig það hafi verið að skipta úr klámmyndaleik yfir í „Euphoria“ en hún hafði leikið í klámmyndum frá 2018.

„Ég var alltaf mjög fagmannleg þegar ég lék í klámmyndum. Það var ekki í fyrsta sinn sem ég var fyrir framan myndavélar þegar ég lék í þáttaröðinni. Ég vissi hvað ég var að gera, ég vissi hvernig á að hlusta á leikstjórann og hvernig maður vinnur úr leiðbeiningum hans. Það tók mig ekki langan tíma að verða góð í þessu,“ sagði hún meðal annars.

Hún sagði að stærsti munurinn á klámi og sjónvarpsþáttunum sé hvernig hún sé dæmd. „Í klámi er enginn sem dæmir leik þinn en það er gert í sjónvarpi. Þegar þú leikur í sjónvarpsþáttum þá er hægt að taka atriðin margoft upp. Í klámi er ekki hægt að gera það svo oft því þú þarft jú að stunda kynlíf,“ sagði hún.

Cherry var beðin um að senda upptöku af sjálfri sér til Sam Levinson, sem leikstýrði „Euphoria“ eftir að hann sá hana á Instagram.

Hún sagði að áhorfendur megi eiga von á að sjá hana í fleiri hlutverkum í framtíðinni. „Ég vil gjarnan sjá hvað ég get. Það eru engin takmörk á því sem ég vil prófa,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?