Villarreal tók á móti toppliði Real Madrid í spænsku deildinni í dag. Leiknum lauk með markalausu jafntefli liðanna.
Real Madrid var betra liðið í dag og meira með boltann. Liðið átti nokkur ágætis færi en inn vildi boltinn ekki. Gareth Bale var óvænt í byrjunarliði Real Madrid í dag, en það var fyrsti leikur hans í La Liga síðan í ágúst. Hann átti ekki góðan leik og hafa stuðningsmenn félagsins látið hann heyra það á samfélagsmiðlum.
Real Madrid er á toppi deildarinnar, fjórum stigum á undan Sevilla sem er í öðru sæti. Villarreal er í 5. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Barcelona í 4. sæti en Börsungar eiga þó 2 leiki til góða.
Villarreal 0 – 0 Real Madrid
Gareth Bale makes his first appearance in La Liga since August 👀 pic.twitter.com/qu4wXlRMI4
— GOAL (@goal) February 12, 2022