fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Pressan

Lokar eftir 1229 ár – Heimsfaraldurinn gerði út af við reksturinn

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 13. febrúar 2022 14:00

Ye Old Fighting Cocks. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru líklega ekki margar byggingar sem geta stærst sig af jafn langri sögu og húsið sem hýsir Ye Olde Fighting Cocks pöbbinn norðan við Lundúnir. En nú er búið að loka pöbbinum, sem margir telja elsta pöbb í heimi, því heimsfaraldurinn kippti rekstrargrundvellinum undan starfseminni.

Á Facebooksíðu pöbbsins segir Christo Tofalli, eigandi hans, að hann og starfsfólkið hafi gert allt sem það gat til að bjarga rekstrinum en það hafi ekki borið árangur. Hann segir að reksturinn hafi verið erfiður áður en heimsfaraldurinn skall á en sóttvarnaaðgerðir með tilheyrandi lokunum hafi gert útslagið. CNN skýrir frá þessu.

Pöbbinn komst í Heimsmetabók Guinness árið 2000 sem elsti pöbbinn á Englandi en metið var síðar afturkallað því það eru margir pöbbar í Bretlandi sem gera kröfu til þessa mets og gat starfsfólk Guiness ekki slegið því föstu hversu gamall pöbbinn er.

CNN segir að samkvæmt upplýsingum frá eigendum Ye Olde Fighting Cocks hafi hann verið starfræktur síðan árið 793. Ef það er rétt eru það heil 1229 ár og geri aðrir betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Foreldrar litla drengsins ákærðir fyrir morð

Foreldrar litla drengsins ákærðir fyrir morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjón eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eftir að 11 ára dóttir þeirra fæddi barn

Hjón eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eftir að 11 ára dóttir þeirra fæddi barn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu