fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Lögreglan fékk lykilgögn um staðsetningu flugvélarinnar seint í hendur – Tafði leitina fram á næsta dag

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. febrúar 2022 06:52

Frá aðgerðum björgunarsveita við Þingvallavatn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daginn sem TF-ABB hvarf sýndi rakning á síma Josh Neuman, sem er einn þeirra sem fórst með vélinni, nákvæmlega hvar vélina væri að finna í Þingvallavatni. Leit var þó ekki beint að þessu svæði sérstaklega fyrr en morguninn eftir.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Segir blaðið að þessi gögn hafi ekki borist stjórnendum leitarinnar fyrr en löngu eftir að einhverjir björgunarsveitarmenn voru komnir með þau í hendur. Þetta tafði leitina að vélinni fram á næsta dag að sögn blaðsins.

Blaðið segist hafa fengið mynd úr leitarforritinu Find My iPhone í hendur um klukkan 19 á fimmtudagskvöldið. Hún sýndi rakningu á farsíma Neuman. Fylgdi sögunni að þessi gögn væru komin í gagnagrunn björgunarsveita og segir blaðið að þau hafi einnig gengið manna á milli í flugheiminum hér á landi.

Það var ekki fyrr en á föstudagsmorguninn sem stjórnendur leitarinnar sögðust hafa fengið ný gögn frá erlendu símafyrirtæki og hófst þá leit í Ölfusvatnsvík sem varð til þess að flugvélin fannst.

Fréttablaðið hefur eftir Oddi Árnasyni, yfirlögregluþjóni á Suðurlandi, að lögreglan hafi fengið umræddar upplýsingar nóttina eftir að vélin fórst og hafi þau gefið betri mynd af staðsetningu vélarinnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi