fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
433Sport

Kjartan Henry og Höddi Magg grófu stríðsöxina – ,,Kannski smá kaldhæðnislegt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 29. janúar 2022 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR og fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, kann vel við sig í knattspyrnulýsingum. Hann hefur lýst þó nokkrum leikjum á Viaplay ásamt reynsluboltanum Herði Magnússyni. Kjartan ræddi þetta nýja hlutverk sitt í þættinum Íþróttavikan með Benna Bó á Hringbraut í gær.

,,Mér finnst það mjög skemmtilegt. Mér finnst bara skemmtilegt að horfa á góðan fótbolta. Þetta er eitthvað sem mann langar að prófa og hef bara mjög gaman að, sérstaklega þegar maður er að vinna með toppmönnum eins og Hödda Magg,“ sagði Kjartan.

video
play-sharp-fill

En þó Kjartan og Hörður vinni vel saman í dag hefur ekki alltaf verið gott á milli þeirra. Hörður stýrði þáttunum Pepsi-mörkin á Stöð 2 Sport þegar Kjartan gagnrýndi þáttinn harðlega og taldi hann hafa breytt viðhorfi fólks á sér.

,,Eftir að einn þáttur af Pepsi-mörkunum fyrir tveimur árum síðan fór að dæma mig sem hrotta og óþverra og sama óviljaverkið endurtekið sex eða sjö sinnum finnst mér viðhorfið gagnvart mér verið leiðinlegt,“ sagði Kjartan í viðtali við Stöð 2 Sport árið 2014.

Kjartan og Hörður virðast þó búnir að leggja þetta að baki og vinna þeir vel saman í dag.

,,Árin eru búin að lækna þau sár. Þetta er svolítið íslenskt og kannski smá kaldhæðnislegt að við séum núna komnir í sama lið,“ sagði Kjartan í Íþróttavikunni með Benna Bó.

Hér að neðan má svo sjá þáttinn í heild sinni.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vilja fá aukaleikara frá Arsenal á láni til að fylla skarð Semenyo

Vilja fá aukaleikara frá Arsenal á láni til að fylla skarð Semenyo
433Sport
Í gær

Hvorugur aðilinn vill nokkuð gefa upp

Hvorugur aðilinn vill nokkuð gefa upp
433Sport
Í gær

Kalla Ratcliffe trúð og kalla eftir breytingum – Boða til mótmæla

Kalla Ratcliffe trúð og kalla eftir breytingum – Boða til mótmæla
433Sport
Í gær

Jeppe til liðs við KA

Jeppe til liðs við KA
433Sport
Í gær

Áfram spretta upp sögur um ástandið í Beckham fjölskyldunni – Neitar að tala við foreldra sína nema í gegnum lögmann

Áfram spretta upp sögur um ástandið í Beckham fjölskyldunni – Neitar að tala við foreldra sína nema í gegnum lögmann
433Sport
Í gær

Bruno Fernandes hjólaði í fyrrum samherja þegar hann var með leiðindi – Sjáðu myndbandið

Bruno Fernandes hjólaði í fyrrum samherja þegar hann var með leiðindi – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Balotelli að semja við fjórtánda félagið á ferlinum

Balotelli að semja við fjórtánda félagið á ferlinum
433Sport
Í gær

Kristján Hjörvar yfirgaf Akranes og samdi við Aftureldingu

Kristján Hjörvar yfirgaf Akranes og samdi við Aftureldingu
Hide picture