fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Níu sagt upp hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í gær – Uppsagnarbréf keyrð heim til fólks í veikindaleyfi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. janúar 2022 14:30

Mynd: Andri Marinó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV fékk ábendingu í morgun þess efnis að níu manns hefði verið sagt upp hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Flestallir starfsmennirnir sem fengu uppsagnarbréf voru í veikindaleyfi og voru uppsagnarbréf keyrð heim til þeirra.

Uppsagnirnar eru sagðar á grundvelli hagræðingar en viðmælandi DV dró í efa að fækka ætti fólki hjá embættinu á næstunni. Búast mætti við að stöður yrðu auglýstar á næstunni.

DV bar málið undir sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu, Sigríði Kristínsdóttur, og staðfesti hún tíðindin:

„Það er rétt að níu starfsmönnum var sagt upp í gær og að meirihluti þeirra hafði verið í veikindaleyfi. Uppsagnir eru alltaf erfiðar en þess var gætt í framkvæmdinni að fylgja lögum og reglum sem um þær gilda,“ segir Sigríður.

Varðandi efasemdir um að uppsagnirnar séu hagræðingaraðgerðir, segir Sigríður:

„Það er ekki algengt að hagræðing feli í sér fækkun verkefna heldur er verið að stefna að því vinna hlutina á hagkvæmari hátt og í takti við þarfirnar og það fjárhagslega svigrúm sem við höfum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd