fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Níu sagt upp hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í gær – Uppsagnarbréf keyrð heim til fólks í veikindaleyfi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. janúar 2022 14:30

Mynd: Andri Marinó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV fékk ábendingu í morgun þess efnis að níu manns hefði verið sagt upp hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Flestallir starfsmennirnir sem fengu uppsagnarbréf voru í veikindaleyfi og voru uppsagnarbréf keyrð heim til þeirra.

Uppsagnirnar eru sagðar á grundvelli hagræðingar en viðmælandi DV dró í efa að fækka ætti fólki hjá embættinu á næstunni. Búast mætti við að stöður yrðu auglýstar á næstunni.

DV bar málið undir sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu, Sigríði Kristínsdóttur, og staðfesti hún tíðindin:

„Það er rétt að níu starfsmönnum var sagt upp í gær og að meirihluti þeirra hafði verið í veikindaleyfi. Uppsagnir eru alltaf erfiðar en þess var gætt í framkvæmdinni að fylgja lögum og reglum sem um þær gilda,“ segir Sigríður.

Varðandi efasemdir um að uppsagnirnar séu hagræðingaraðgerðir, segir Sigríður:

„Það er ekki algengt að hagræðing feli í sér fækkun verkefna heldur er verið að stefna að því vinna hlutina á hagkvæmari hátt og í takti við þarfirnar og það fjárhagslega svigrúm sem við höfum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn er fundinn

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur eftir örlagaríka ferð í Bónus

Sakfelldur eftir örlagaríka ferð í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“