fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Níu sagt upp hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í gær – Uppsagnarbréf keyrð heim til fólks í veikindaleyfi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. janúar 2022 14:30

Mynd: Andri Marinó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV fékk ábendingu í morgun þess efnis að níu manns hefði verið sagt upp hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Flestallir starfsmennirnir sem fengu uppsagnarbréf voru í veikindaleyfi og voru uppsagnarbréf keyrð heim til þeirra.

Uppsagnirnar eru sagðar á grundvelli hagræðingar en viðmælandi DV dró í efa að fækka ætti fólki hjá embættinu á næstunni. Búast mætti við að stöður yrðu auglýstar á næstunni.

DV bar málið undir sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu, Sigríði Kristínsdóttur, og staðfesti hún tíðindin:

„Það er rétt að níu starfsmönnum var sagt upp í gær og að meirihluti þeirra hafði verið í veikindaleyfi. Uppsagnir eru alltaf erfiðar en þess var gætt í framkvæmdinni að fylgja lögum og reglum sem um þær gilda,“ segir Sigríður.

Varðandi efasemdir um að uppsagnirnar séu hagræðingaraðgerðir, segir Sigríður:

„Það er ekki algengt að hagræðing feli í sér fækkun verkefna heldur er verið að stefna að því vinna hlutina á hagkvæmari hátt og í takti við þarfirnar og það fjárhagslega svigrúm sem við höfum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst