fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Sýknaður af ákæru um manndráp – Kæfði meintan innbrotsþjóf

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 20:30

Hér sést Smith halda Wiltshire niðri á jörðinni. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Bristol sýknaði í gær Nathan Smith af ákæru um manndráp. Hann framkvæmdi borgaralega handtöku í nóvember 2019 þegar hann handsamaði meintan innbrotsþjóf. Hann varð manninum að bana með því að hvíla hné sitt á baki hans í níu mínútur.

Samkvæmt frétt Mirror þá var það snemma að morgni 20. nóvember 2019 sem Smith handsamaði Wiltshire, sem hann grunaði að væri innbrotsþjófur, og hélt honum föstum í níu mínútur með því að hvíla hné sitt á baki hans. Hann neitaði að fjarlægja hnéð þrátt fyrir að Wiltshire hafi tvisvar sagt honum að hann næði ekki andanum. „Mér er skítsama um hvað þú getur eða getur ekki,“ sagði Smith.

Wiltshire lést á sjúkrahúsi 4. desember, tveimur vikum eftir handtökuna.

Fyrir dómi neitaði Smith sök og sagðist hafa talið að Wiltshire væri „þykjast“ eiga í öndunarörðugleikum til að hann myndi sleppa honum.

Wiltshire var grunaður um að standa á bak við fjölda þjófnaða og innbrota í úthverfi Bristol þar sem Smith starfaði. Þrátt fyrir fjölda tilkynninga til lögreglunnar þá rannsakaði hún málin aldrei af neinum krafti og handtók Wiltshire aldrei.

Krufning leiddi í ljós að Wiltshire var með diazepam og methadon í blóðinu og að hann var með undirliggjandi hjartasjúkdóm.

Smith sagðist ekki hafa vitað að Wiltshire væri með hjartasjúkdóm og því í aukinni hættu á að fá hjartaáfall. Hann sagðist heldur ekki hafa vitað að það væri hættulegt að halda einhverjum niðri með þessu hætti í langan tíma.

Kviðdómur sýknaði Smith af ákæru um manndráp í gær. Kviðdómnum var sagt að líta svo á að Wiltshire væri maðurinn sem hafði herjað á hverfið með innbrotum og þjófnuðum og að ekki hafi verið um mistök að ræða þegar Smith handsamaði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað