fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Svakalegar lýsingar á lífinu í Playboyhöllinni – „Eigum við að tala um mannlega hnignun? Þetta er viðbjóðslegt“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. janúar 2022 06:00

Playboyhöllin. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Bandarísk goðsögn.“ Svona var Hugh Hefner meðal annars lýst eftir andlát hans fyrir fjórum árum en hann var 91 árs þegar hann lést. „Hvíldu í friði,“ var síðan bætt við. En nú hafa margir étið þessi orð ofan í sig og hafa algjörlega skipt um skoðun á Hefner og því sem hann stóð fyrir. Margir segja það sem hann gerði hafa verið „viðbjóðslegt“.

Í dag munu væntanlega fáir ef nokkrir kalla Hefner goðsögn og fáir óska honum friðar í gröfinni. Þvert á móti. „Hann var eins og vampíra. Áratugum saman saug hann lífið úr þessum stúlkum,“ segir fyrrum leikfélagi (Playmate) um hann í nýrri heimildarmynd „Secrets of Playboy“ sem verður tekin til sýninga á næstunni. Myndin hefur svo sannarlega breytt sýn fólks á Hefner og sögurnar um hið ljúfa líf í Playboyhöllinni eru farnar að molna eftir því sem sannleikurinn hefur komið fram.

Í myndinni, sem blaðamenn Daily Mail hafa fengið að sjá, er dregin upp mynd af mikilli kynferðislegri misnotkun, kynsvalli og eiturlyfjaneyslu. Eiturlyfjaneyslan var svo mikil að hundar Hefner urðu háðir kókaíni, þeir gengu um gólf og sleiktu upp kókaín sem lenti á gólfinu.

Leikfélagarnir Heather Rae Young og Ashley Doris. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

 

„Það voru Playmates sem fengu of stóra skammta af eiturlyfjum og frömdu sjálfsvíg,“ segir einn fyrrum starfsmaður Playboyhallarinnar í myndinni að sögn Daily Mail. Segir sá sami að Hefner hafi verið sannfærður um að hann ætti konurnar sem komu inn í heim hans, þær hafi verið auðtrúa og vongóðar þegar þær komu þangað. Þetta hafi verið heimur þar sem Hefner og vinir hans létu sjúklega drauma sína rætast.

Hugh Hefner.

Daily Mail segir að í myndinni sé rætt við Linda Lovelace, sem öðlaðist heimsfrægð fyrir leik í klámmyndinni Deep Throath, um það sem hún lenti í. Hún segir að henni hafi verið boðið í Playboyhöllina, eiturlyfjum hafi verið dælt í hana og hún síðan þvinguð til að stunda munngælur með hundi á meðan Hefner og vinir hans horfðu á. „Eigum við að tala um mannlega hnignun? Þetta er viðbjóðslegt,“ segir eitt vitni að þessu í myndinni.

„Svínakvöld“

Í myndinni kemur einnig fram að á hverjum fimmtudegi hafi Hefner haldið svokallað „pig night“ (svínakvöld) en þá voru „ófríðar“ vændiskonur sóttar á Sunset Strip. Þær voru sendar í læknisskoðun og síðan fengu vinir Hefner aðgang að þeim.

Einnig kemur fram að leikfélagarnir (Playmates) hafi verið neyddar til þátttöku í hópkynlífi mörgum sinnum í viku og að þær hafi ekki mátt vera úti eftir klukkan 21. „Við vorum einskis virði í hans augum,“ segir Sondra Theodore, fyrrum leikfélagi og unnusta Hefner. Aðrar segjast hafa verið heilaþvegnar og aðrar að þær hafi verið misnotaðar kynferðislega.

Sondra Theodore og Hugh Hefner 1979. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

 

„Þetta var kynlífsþrælkun og gjaldið sem þær greiddu var hátt,“ sagði talskona samtakanna No More í samtali við USA Today um það sem ungu konurnar gengu í gegnum í Playboyhöllinni.

Önnur viðhorf

Eins og  fyrr sagði þá lofsömuðu margir Hefner eftir andlát hans og hrósuðu honum og kynlífsbyltingunni sem hann var sagður hafa hrundið af stað í Bandaríkjunum.

„Hugh Hefner var risi á sviði útgáfumála, fréttamennsku, tjáningarfrelsis og mannréttinda. Hann var svo sannarlega frumherji og hann var besti vinur minn,“ skrifaði spjallþáttastjórnandinn Larry King á Twitter þegar fréttist af andláti Hefner.

Kim Kardashian tjáði sig líka og sagði: „Ég er svo stolt af að hafa verið hluti af Playboyliðinu. Þín verður saknað. Elska þig Hef,“ skrifaði hún.

En nú eru viðhorfin til Hefner og þess sem hann stóð fyrir önnur. Ekki síst hjá nýjum eigendum Playboy. „Playboy nútímans er ekki Playboy Hugh Hefner,“ segja þeir í opnu bréfi og lýsa yfir fullum stuðningi við allar konurnar sem koma fram í heimildarmyndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni