fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Reynir segir að Mannlíf opni aftur eftir risaárás – „Við erum bara að sópa upp glerbrotum hérna“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 21. janúar 2022 13:08

Reynir Traustason. Mynd: Hákon Davíð Björnsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Traustason og vefur sem hann ritstýrir, Mannlíf, urðu fyrir árás glæpamanna í gær. Mbl.is greinir frá.

Brotist var inn í bíl Reynis þar sem hann stóð á bílastæði við Úlfarsfell, og lyklum að ritstjórnarskrifstofum Mannlífs var stolið.

DV ræddi við Reyni um málið og segir hann aðspurður að ekki hafi verið virkt þjófavarnarkerfi á staðnum. „Mín tölva var lokuð en þeir komust í turn þarna og eyða öllum fréttum og öðru efni.“

Aðspurður um hvort Reynir viti hverjir standi að baki árásinni þá segist hann hafa sínar grunsemdir en hann viti það þó ekki fyrir víst. Undanfarið hefur Mannlífi verið krafið um að láta tiltekin gögn af hendi.

„Þetta eru prófessjónal menn, þetta er þaulskipulagt og nær alveg frá Úlfarsfelli. Þeir ráðast inn í bílinn minn, ná lyklunum af mér, koma síðan hingað og eru í nótt að eyða gögnum,“ segir Reynir.

Hann segir að Mannlíf fari fljótt í gang aftur.  „Lögreglan er hérna og við erum bara að sópa upp glerbrotum. Ég reikna með að vefurinn fari bara upp eftir hálftíma. Við endurheimtum vonandi mest af þessu, við erum með hörkuduglega menn í því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Í gær

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Í gær

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann