fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Fjórir fundust frosnir í hel í Kanada

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. janúar 2022 08:00

Frá Manitoba. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fernt fannst frosið til bana í Kanada á miðvikudaginn. Þar af var eitt ungabarn. Líkin fundust aðeins nokkra metra frá bandarísku landamærunum í Manitoba. Snjór var á svæðinu og frostið var um 35 gráður þegar búið er að taka tillit til vindkælingar.

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að talið sé að fólkið hafi allt frosið í hel. Lík tveggja fullorðinna og ungabarns fundust nokkrum metrum frá landamærum Bandaríkjanna og Kanada, nærri leið sem yfirvöld segja að sé oft notuð af förufólki sem reynir að komast til Bandaríkjanna frá Kanada. Næsti bær, Emerson í Manitoba, er í um tíu kílómetra fjarlægð. Fjórða líkið fannst síðar en það er af pilti á unglingsaldri.

Fyrr á miðvikudaginn handtóku bandarískir landamæraverðir hóp fólks sem var nýkominn yfir landamærin. Fólkið var með ýmsan búnað fyrir ungabarn með en ekkert barn. Af þeim sökum var farið að leita að fleira fólki báðum megin við landamærin. Eftir fjögurra klukkustunda leit fundust þrjú lík.

Bandaríska utanríkisráðuneytið tilkynnti í gær að maður hafi verið handtekinn nærri þessari leið förufólks og sé hann grunaður um að hafa smyglað fólki yfir landamærin. Hann er 47 ára og frá Flórída. Hann var stöðvaður af lögreglunni þegar hann ók um svæðið. Með honum í bílnum voru tveir Indverjar sem ekki voru með nein skilríki. Yfirvöld telja látna fólkið vera fórnarlömb í málinu, það hafi barist við mikinn kulda, endalausa akra, mikinn snjó og algjört myrkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél
Pressan
Fyrir 4 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á