fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Manns leitað vegna líkamsárásar – Lét hnefana tala í Bolungarvík

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 16:30

Bolungarvík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manni sem fæddur er árið 1998 og er skráður til heimilis á heimavist Menntaskólans á Ísafirði hefur verið birt ákæra og fyrirkall í Lögbirtingablaðinu. Maðurinn mun ekki hafa búið þar lengi og var ekki nemandi við skólann.

Er hann sakaður um að hafa ráðist á mann, sem fæddur er árið 2002. Atvikið átti sér stað 21. ágúst árið 2021. Mennirnir stóðu þá utandyra fyrir utan Hreggnasa í Bolungarvík þegar hinn ákærði er sagður hafa slegið þolandann tveimur höggum í höfuðið með þeim afleiðingum að hann féll í jörðina og hlaut tognun á liðböndum í hægra hné, skurð á hnakka, kúlu og mar á enni hægra mengin, mar á hægri kinn, heilahristing og blæðingu undir höfuðkúpubeini.

Í fyrirkallinu segir: „Ákærði er kvaddur til að koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Sæki ákærði ekki þing má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður á málið að honum fjarstöddum.“

Auk kröfu um refsingu og greiðslu alls sakarkostnaðar gerir lögmaður þolandans einkaréttarkröfu á hendur manninum upp á rúmlega 1,6 milljónir króna.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Vestfjarða þann 2. mars næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Í gær

„Ég hata Facebook, Instagram og TikTok. Þetta truflar líf allra“

„Ég hata Facebook, Instagram og TikTok. Þetta truflar líf allra“
Fréttir
Í gær

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“