fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Ómar hjólar í Harald og spyr hvað skuli gera þegar auðmenn vilji fjármagna bætur fyrir persónuníð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. janúar 2022 19:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Þorleifsson frumkvöðull, gjarnan kenndur við fyrirtækið Ueno, hefur nú öðru sinni komið með eftirtektarvert innlegg inn í metoo-umræðuna. Í sumar hét Haraldur því að greiða mögulegar skaðabætur sem harðorðir gagnrýnendur Ingólfs Þórarinssonar, Ingó Veðurguðs, kynnu að vera dæmdir til að greiða, í kjölfar þess að lögmaður Ingós sendi kröfubréf á nokkra einstaklinga.

Núna hefur skotið upp kollinum umræða um svokallaða þöggunarsamninga, þ.e. er þolendur kynferðisbrota skrifa undir samning um að greina ekki frá broti, gegn greiðslu.

Haraldur hefur nú stigið fram á Twitter með fyrirheit um að aðstoða þá sem vilja losna undan slíkum þöggunarsamningum. Haraldur ritar á Twitter:

„Hafðu samband (sendu DM) ef að þú ert með þöggunarsamning útaf kynferðisbroti og vilt vita hvernig þú losar þig úr honum. Ég get ekki lofað neinu en kannski getum við fundið lausn.“

Lögmaður Ómar R Valdimarsson er ekki hrifinn af þessu framtaki og skrifar eftirfarandi færslu um málið á Facebook, þar sem hann hvetur til að skaðabætur verði stórhækkaðar í svona málum:

„Ef auðmenn eru farnir að fjármagna málsvörn einstaklinga sem eru að níða skóinn af samborgurum sínum, þá má velta því fyrir sér hvort að dómstólar þurfi ekki að hækka bætur ansi hressilega, þannig að þeim svíði sem undir mígi?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“
Fréttir
Í gær

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás