fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Hörð orðaskipti Bubba og Þórarins – „Þú ert tapsár með eindæmum“ – „Vilt þú ekki halda þig við það sem þú kannt besservisser“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. janúar 2022 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi formaður SÁÁ, steig í gær með kröftugum hætti inn í umræðu sem skapast hefur um málefni SÁÁ undanfarið. Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa sakað SÁÁ um að hafa innheimt tilhæfulausa reikninga fyrir oftöldum sjúklingaviðtölum, upp á um 170 milljónir króna. SÍ krefjast endurgreiðslu og hafa kært málið sem er komið á borð héraðssaksóknara.

Að málinu hefur komið Ari Matthíasson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SÁÁ, en hann er deildarstjóri eftirlitsdeildar SÍ. SÁÁ gagnrýndu framgöngu Ara í yfirlýsingu í gær og sögðu hann ekki hafa tekið tillit til skýringa samtakanna. Þetta gramdist Þórarni mjög og sagði hann í Facebook-pistli í gær sem hefur vakið mikla athygli:

Þetta fólk er nú að djöflast á Ara Matthíassyni sem er að vinna vinnuna sína hjá SÍ, nefna nafn hans og kenna honum óbeint um sín brot á lögum SÁÁ og landslögum.“

Formannsskipti urðu í SÁÁ árið 2020 er Einar Hermannsson tók við af Arnþóri Jónssyni, en sá síðarnefndi var handgenginn Þórarnir.

Miklar umræður eru undir færslu Þórarins og þar stígur Bubbi Morthens inn og sakar Þórarinn um að vera tapsár. Hann segir:

„Þú ert tapsár með eindæmum og ekki þér sæmandi vinur“

Þórarinn lætur Bubba ekkert eiga inni hjá sér og segir:

„Bubbi Morthens vilt þú ekki halda þig við það sem þú kannt “besservisser” og öldungur. Hvað leik tapaði ég annars ?“

Bubbi segir:

„Þú veist það manna best og þú getur kallað mig nöfnum og það eina sem það gerir er að smætta þig“

Þórhildur Þórarinsdóttir blandar sér í umræðurnar og gagnrýnir Bubba:

„Hversu óþroskaður ert þú Bubbi Morthens. Kanntu ekki ennþá að skammast þín fyrir skrílslætin á aðalfundinum þegar þú æptir eins og gammur og tókst ítrekað frammí ræðu fyrrum formanns Arnþórs Jónssonar eða þá þínir “vinir” sem skammlaust lugu í fjölmiðlum um heilindi föður míns og systur minnar. Svei þér! Og kannski þér líkt að vera svona smásálarlegur og spegla þín viðhorf yfir á föður minn því fyrir þér er framtíð samtakanna kannski “leikur” ??“

Þetta er aðeins brot af þeim heitu umræðum sem eru á Facebook-síðu Þórarins um þessi mál en umræðurnar má lesa með því að smella á tengilinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna