fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Tveir fangaverðir á Hólmsheiði beinbrotnir og með höfuðáverka eftir árás í fangelsinu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. janúar 2022 07:00

Fangelsið á Hólmsheiði mynd/Fangelsismálastofnun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir fangaverðir í fangelsinu á Hólmsheiði voru fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahús um síðustu helgi eftir að þeir urðu fyrir alvarlegri líkamsárás af hendi fanga. Meðal áverkanna eru beinbrot og talsverðir höfuðáverkar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. „Ég get staðfest að tveir fangaverðir hafi orðið fyrir alvarlegri líkamsárás á Hólmsheiði um helgina. Þeir voru fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahús þar sem gert var að sárum þeirra,“ sagði Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar í samtali við Fréttablaðið.

Hann sagði að starfsfólk i fangelsinu hafi brugðist við þessu af yfirvegun og úrvinnsla málsins af þess hálfu hafi verið til fyrirmyndar.

Lögreglunni var strax tilkynnt um málið og kom hún á vettvang og tók skýrslur af vitnum.

Fangaverðirnir hafa báðir verið útskrifaðir af sjúkrahúsi og sagðist Páll vonast til að þeir hljóti ekki varanlegt mein af árásinni.

Hann vildi ekki tjá sig um aðdraganda málsins að öðru leyti en að hann hafi verið mjög skammur og komið starfsfólki fangelsisins mjög á óvart.

Fanginn, sem réðst á fangaverðina, hefur verið fluttur frá Hólmsheiði í annað fangelsi.

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, sagði málið mjög dapurlegt. Fangelsið sé ekki nægilega vel búið til að tryggja öryggi fanga og fangavarða. „Fangelsin eru ekki nógu vel mönnuð og húsnæðið, þótt nýtt sé, er alls ekki nógu gott og ekki hannað til að koma í veg fyrir svona uppákomur,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Í gær

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Í gær

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“