fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fréttir

Tveir fangaverðir á Hólmsheiði beinbrotnir og með höfuðáverka eftir árás í fangelsinu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. janúar 2022 07:00

Fangelsið á Hólmsheiði mynd/Fangelsismálastofnun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir fangaverðir í fangelsinu á Hólmsheiði voru fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahús um síðustu helgi eftir að þeir urðu fyrir alvarlegri líkamsárás af hendi fanga. Meðal áverkanna eru beinbrot og talsverðir höfuðáverkar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. „Ég get staðfest að tveir fangaverðir hafi orðið fyrir alvarlegri líkamsárás á Hólmsheiði um helgina. Þeir voru fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahús þar sem gert var að sárum þeirra,“ sagði Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar í samtali við Fréttablaðið.

Hann sagði að starfsfólk i fangelsinu hafi brugðist við þessu af yfirvegun og úrvinnsla málsins af þess hálfu hafi verið til fyrirmyndar.

Lögreglunni var strax tilkynnt um málið og kom hún á vettvang og tók skýrslur af vitnum.

Fangaverðirnir hafa báðir verið útskrifaðir af sjúkrahúsi og sagðist Páll vonast til að þeir hljóti ekki varanlegt mein af árásinni.

Hann vildi ekki tjá sig um aðdraganda málsins að öðru leyti en að hann hafi verið mjög skammur og komið starfsfólki fangelsisins mjög á óvart.

Fanginn, sem réðst á fangaverðina, hefur verið fluttur frá Hólmsheiði í annað fangelsi.

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, sagði málið mjög dapurlegt. Fangelsið sé ekki nægilega vel búið til að tryggja öryggi fanga og fangavarða. „Fangelsin eru ekki nógu vel mönnuð og húsnæðið, þótt nýtt sé, er alls ekki nógu gott og ekki hannað til að koma í veg fyrir svona uppákomur,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás
Fréttir
Í gær

Þjóðkirkjan segir svartnætti framundan – Uppsagnir og aukin hætta á að kirkjur grotni niður

Þjóðkirkjan segir svartnætti framundan – Uppsagnir og aukin hætta á að kirkjur grotni niður
Fréttir
Í gær

Jóhann Páll um endurskoðun RÚV á fjölmiðlamarkaði – „Það þurfti að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn til að koma þeirri vinnu af stað“

Jóhann Páll um endurskoðun RÚV á fjölmiðlamarkaði – „Það þurfti að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn til að koma þeirri vinnu af stað“
Fréttir
Í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær
Fréttir
Í gær

Verðlaunagræja frumsýnd á Íslandi

Verðlaunagræja frumsýnd á Íslandi