Everton er að íhuga að ráða Jose Mourinho sem knattspyrnustjóra félagsins. Sky Sports segir frá.
Rafael Benitez var vikið úr starfi á dögunum og eigandi félagsins, Farhad Moshiri, er að velta fyrir sér möguleikanum að ráða Mourinho til starfa en hefur ekki haft samband við Roma þar sem Portúgalinn er þjálfari.
Vitor Pereira, fyrrum stjóri Porto og Fenerbache, kemur einnig til greina, sem og Frank Lampard og Wayne Rooney.
Duncan Ferguson var ráðinn bráðabirgðastjóri eftir að Bill Kenwright, stjórnarformaður félagsins heimsótti æfingasvæði liðsins. Kenwright ávarpaði leikmenn og þjálfarateymi á æfingu fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Aston Villa á laugardag.