fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Veit ekki hvað hann á að gera til að sannfæra Liverpool

Helga Jónsdóttir
Föstudaginn 14. janúar 2022 18:45

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samningur Mohamed Salah við Liverpool rennur út árið 2023 og vill kappinn ólmur fá nýjan samning við félagið. Enska stórliðið vill líka halda honum en illa gengur í samningaviðræðum þeirra á milli.

Talið er að Salah vilji fá að minnsta kosti 300 þúsund pund vikulega frá Liverpool en Egyptinn sagði nýlega frá því að hann sé ekki að biðja um mikið.

Salah gekk til liðs við Liverpool árið 2017 og hefur frá þeim tíma stimplað sig sem einn allra besta leikmann í heiminum í dag. Hann hefur byrjað þetta tímabil frábærlega og vilja stuðningsmenn halda honum hjá félaginu.

Samkvæmt The Daily Telegraph telur Salah að hann sé að renna út á tíma með að sannfæra stjórnina og veit ekki hvað hann þarf að gera til þess.

Ljóst er að stuðningsmenn félagsins vilja ólmir halda Egyptanum knáa og það vill Jurgen Klopp líka en hann sagði í viðtali á miðvikudag að hann vonist til þess að Salah verði áfram og telur auk þess að stutt sé í að nýr samningur verði tilkynntur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot