fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Pressan

Havanaheilkennið herjar á bandaríska diplómata í Evrópu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. janúar 2022 17:32

Frá Havana. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið svokallaða Havanaheilkenni hefur að undanförnu gert vart við sig hjá bandarískum diplómötum í París og Genf. Flytja þurfti einn þeirra til Bandaríkjanna til læknismeðferðar.

Wall Street Journal skýrir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum innan stjórnkerfisins. Talið er að Havanaheilkennið eigi rætur að rekja til árása á stjórnarerindrekana. Kenningar hafa verið settar fram um að óvinaríki Bandaríkjanna beiti  örbylgjum gegn diplómötunum.

Að minnsta kosti þrír starfsmenn sendiráðsins í Genf hafa sýnt einkenni Havanaheilkennisins og einn í París.

Fram að þessu hafa um 200 bandarískir diplómatar, njósnarar og hermenn orðið fyrir barðinu á heilkenninu. Það einkennir það að sársaukafullt hljóð fyllir eyrun og fólk verður þreytt og svimar.

Heilkennið uppgötvaðist fyrst í Havana, höfuðborg Kúbu, árið 2016. Þar hafa 22 diplómatar og fjölskyldumeðlimir þeirra hlotið varanlegt heyrnartjón eða heilaskaða á meðan þeir störfuðu í borginni.

Alríkislögreglan FBI hefur rannsakað málin en hefur ekki tekist að upplýsa þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hjón eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eftir að 11 ára dóttir þeirra fæddi barn

Hjón eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eftir að 11 ára dóttir þeirra fæddi barn
Pressan
Í gær

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pólitísk sprengja – Leigumorðingi átti að drepa hund og svikull milljarðamæringur sem vill verða forsætisráðherra

Pólitísk sprengja – Leigumorðingi átti að drepa hund og svikull milljarðamæringur sem vill verða forsætisráðherra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Héldu að hún hefði orðið raðmorðingja að bráð – Sannleikurinn leyndist í fataskáp

Héldu að hún hefði orðið raðmorðingja að bráð – Sannleikurinn leyndist í fataskáp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur í fæðuöryggi segir að hér megi aldrei geyma mjólkina

Sérfræðingur í fæðuöryggi segir að hér megi aldrei geyma mjólkina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna skaltu muna að sofa með svefnherbergisdyrnar lokaðar

Þess vegna skaltu muna að sofa með svefnherbergisdyrnar lokaðar