fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fréttir

12 ára gamalt kynferðisbrot fer fyrir héraðsdóm

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 15:00

mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru vegna meints kynferðisbrots frá 5. desember 2009, eða fyrir rúmum 12 árum síðan. Ákæran er gefin út í lok nóvember í fyrra.

Í ákærunni, sem DV hefur undir höndum, er karlmanni gefið að sök að hafa haft samræði önnur en kynferðismök við konu, með því að stinga fingrum sínum í leggöng konunnar. Er konan sögð ekki hafa getað spornað við verknaði mannsins sökum ölvunar og svefndrunga.

Konan krefst 2,5 milljóna í miskabætur. Þá krefst saksóknari að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til þess að greiða sakarkostnað sem málsins.

Málið hefur þegar verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur, en þinghald í málinu er lokað eins og í allflestum kynferðisbrotamálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán