fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Vilhjálmur segir úrskurði endurupptökudóms gefa góð fyrirheit

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 08:00

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Endurupptökudómur hefur heimilað endurupptöku tveggja sakamála sem Landsréttur dæmdi í. Það er gert á grundvelli dóms yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, segir þessa úrskurði gefa góð fyrirheit.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að endurupptöku hafi verið krafist í tveimur sakamálum á þeim grundvelli að Jón Finnbjörnsson hafi dæmt í þeim í Landsrétti. Slær Endurupptökudómur því föstu í úrskurði sínum að það sama eigi við um Jón og Arnfríði Einarsdóttur en dómur yfirdeildar Mannréttindadómstólsins fjallar um hana. Í því máli féllst Mannréttindadómstólinn á að ríkið hefði brotið gegn 6. grein Mannréttindasáttmálans þegar Arnfríður var skipuð dómari við Landsrétt.

Meðal þeirra lagaskilyrða sem þarf að uppfylla til að hægt sé að endurupptaka mál er að ný gögn þurfa að hafa komið fram eða upplýsingar sem má ætla að hefðu skipt verulegu máli fyrir niðurstöðu máls ef þær hefðu komið fram áður en dómur féll.

Endurupptökudómur telur að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstólsins í Landsréttarmálinu teljist til nýrra gagna í málunum tveimur og á þeim grundvelli var endurupptaka málanna heimiluð.

„Þessir úrskurðir gefa góð fyrirheit um að íslenskir dómstólar fari að láta af því viðhorfi að telja það hlutverk sitt að passa upp á kerfið,“ sagði Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, í samtali við Fréttablaðið en hann er lögmaður endurupptökubeiðenda í málunum tveimur. Hann sagði mjög ánægjulegt að dómur yfirdeildarinnar fái þetta vægi og sé nú orðinn að virku dómafordæmi hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB