fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Neyðast til að fljúga tómum vélum til að halda lendingarleyfum sínum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. janúar 2022 08:00

Mynd af Facebook-síðu Lufthansa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska flugfélagið Lufthansa reiknar með að þurfa fljúga 18.000 ferðir í vetur með tómar eða hálftómar vélar. Þetta þarf félagið að gera til að halda lendingar- og flugtaksleyfum sínum á evrópskum flugvöllum.

Ingeniøren skýrir frá þessu. En Lufthansa er ekki eina flugfélagið sem er í þessari stöðu því mörg félög þurfa að gera þetta til að halda eftirsóttum leyfum sínum á fjölförnum flugvöllum.

Framkvæmdastjórn ESB fjallar nú um málið en nokkur aðildarríki sambandsins vilja að gripið verði til aðgerða vegna þessa enda er þetta kostnaðarsamt og allt annað en gott fyrir umhverfið en ESB leggur einmitt mikla áherslu á umhverfismál.

Ástæðan fyrir flugferðunum er hin svokallaða 80/20 regla sem kveður á um að ef flugfélög vilja halda lendingar- og flugtaksleyfum sínum á flugvöllum verði þau að nýta þau í 80% tilfella á hverjum fimm vikum. Ef þau gera það ekki missa þau þessi leyfi árið eftir.

Framkvæmdastjórnin felldi þessa reglu úr gildi tímabundið á síðasta ári þegar sama staða kom upp en bæði þá og nú ferðast mun færri en venjulega vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað