fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

MAST vísar rannsókn á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum til lögreglu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. janúar 2022 15:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun hefur lokið rannsókn sinni á meðferð hryssna við blóðtöku, sem fram kom í myndbandi sem dýraverndarsamtökin Animal Welfare Foundation (AWF) og Tierschutzbund Zürich (TBZ) gerðu opinbert á vefmiðlinum YouTube þann 22. nóvember 2021. Í tilkynningu á heimasíðu MAST kemur fram að stofnunin hafi vísað málinu og þeim gögnum sem fyrir liggja til lögreglu til frekari rannsóknar og aðgerða.

Með bréfi til ofangreindra samtaka, óskaði Matvælastofnun eftir upplýsingum um hvar og hvenær myndböndin hafi verið tekin upp auk þess sem óskað var eftir óklipptu myndefni til að nota við rannsóknina. Samtökin svöruðu með opnu bréfi þann 1. desember 2021 þar sem þau höfnuðu að afhenda óklippt efni og tilgreina tökustaði en gáfu upp tökudaga myndbandsins.

Sérfræðingar Matvælastofnunar hafa farið ítarlega yfir myndbandið og greint þau atvik sem talin eru brjóta í bága við lög um velferð dýra og metið áhrif þeirra á hryssurnar.  Rannsókn stofnunnarinnar leiddi ennfremur í ljós hvar atvikin áttu sér stað og hvaða fólk átti hlut að máli.  Við rannsóknina leitaði stofnunin eftir skýringum og afstöðu fólksins til þess sem fram kemur í myndböndunum. Eins og áður segir hefur stofnunin ekki aðgang að óklipptu myndefni sem takmarkar möguleika hennar á að meta alvarleika brotanna og gerir stofnuninni því ókleift að rannsaka málið til fullnustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast