fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Bandaríkjamenn stunda minna kynlíf en áður

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 9. janúar 2022 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að kynlíf sé gott og hollt þá virðist sífellt draga úr kynlífsiðkun Bandaríkjamanna. Færri stunda hina ýmsu form kynlífs, þar með talið hefðbundið kynlíf og endaþarmsmök og unglingar fróa sér almennt minna en fyrri kynslóðir.

Scientific American skýrir frá þessu og byggir á rannsókn um kynlíf Bandaríkjamanna sem var birt í tímaritinu Archives of Sexual Behavior.

Fram kemur að hlutfall ungra karla sem segjast ekki stunda neitt kynlíf, hvorki einir né með öðrum, hafi hækkað úr 28,8% árið 2009 í 44,2% árið 2018.

Hjá ungum konum hækkaði hlutfallið á sama tíma úr 49,5% í 74%.

Til að öðlast vitneskju um kynlíf Bandaríkjamanna sóttu vísindamenn sér upplýsingar í National Survey of Sexual Health and Behavior en í henni skýrir fólk sjálft frá hversu oft það stundar kynlíf.

Notast var við svör 4.155 manns árið 2009 og 4.547 árið 2018. Fólkið var á aldrinum 14 til 49 ára.

Ekki kemur fram í rannsókninni hvað getur skýrt þessa litlu ástund en einn vísindamannanna sagði að margar ástæður geti legið að baki. Frekari rannsókna sé þörf en hugsanlega komi aukin tölvuleikjaspilun við sögu sem og samfélagsmiðlar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum