fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Sænska lögreglan sér merki þess að glæpagengi starfi nú saman

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 8. janúar 2022 20:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska lögreglan sér merki um að þarlend glæpagengi starfi í auknum mæli saman. Þetta á við um mörg svið, til dæmis innflutning fíkniefna og að auki starfa þau saman þegar kemur að skipulagningu morða og þegar þau þurfa að útvega sér skotvopn og sprengiefni.

Þetta sagði Anna Rise, hjá Stokkhólmslögreglunni, nýlega í samtali við Sænska ríkisútvarpið. Hún sagði að almennt séð sjái lögreglan fleiri merki þess að glæpagengin starfi saman og eigi það við svæðisbundið samstarf, á landsvísu og á alþjóðavettvangi.

„Þetta er meðal annars samstarf um fíkniefni. Það snýst um að panta saman efni sem eru flutt til Svíþjóðar og síðan skipt á milli gengjanna,“ sagði hún.

Hún sagði að lögreglan sjái einnig aukningu á samstarfi gengjanna utan hefðbundinna starfssvæða þeirra.

Svíar hafa lengi glímt við glæpagengi sem eru umsvifamikil í landinu og skirrast einskis. Skotárásir og morð eru nær daglegt brauð en samkvæmt tölum yfirvalda frá því á síðasta ári var Svíþjóð það Evrópuríki þar sem flest morð voru framin með skotvopnum 2018. Það er mikil breyting frá aldamótum en árið 2000 var Svíþjóð neðst á lista yfir fjölda morða, sem voru framin með skotvopnum, í 22 Evrópuríkjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt