fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fréttir

Jólastressið skilaði henni rúmlega 41 milljón – „Þrír synir, þrjár raðir og þrefaldur pottur“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. desember 2021 15:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var stálheppin kona á sjötugsaldri sem hafði heppnina með sér á jóladag þegar hún vann hæsta þrefalda pott lottó hingað til eða rúmlega 41,1 milljón.

Samkvæmt tilkynningu frá Getspá býr konan á höfuðborgarsvæðinu og lét athuga miðann sinn á sölustað í gær og var þá vísað niður í höfuðstöðvar Íslenskrar getspár þar sem góðu fréttirnar biðu hennar. Tilkynningin ber fyrirsögnina „Þrír synir, þrjár raðir og þrefaldur pottur“ og er hún útskýrð með eftirfarandi hætti:

„Segja má að vinningurinn hafi verið heppileg aukaverkun af jólastressinu því eins og sú heppna lýsir því var hún skyndilega stödd fyrir framan N1 við Bíldshöfða án þess að muna hvaða erindi hún átti þangað. Hún ákvað því að skella sér bara inn og kaupa lottómiða. Hún brá ekki af vananum og keypti þrjár raðir í sjálfvali þar sem hún á þrjá syni.“

Vinningshafinn segir vinninginn kærkominn og ætlar að greiða eftirstöðvar af húsnæðisláni sínu.

„En mest hlakkar hún til að fagna með sonum sínum enda séu þeir allir hjá henni núna um hátíðirnar þótt þeir séu uppkomnir og búsettir erlendis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita