fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Magga Frikka reyndi að smitast af Covid en ekkert gekk – Lét smitaða dóttur sína anda á sig og drakk úr sama glasi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. desember 2021 11:27

Margrét Friðriksdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan Margrét Friðriksdóttir hefur ekki farið leynt með andstöðu sína gagnvart bólusetningum við Covid-19 sjúkdóminum. Hún vill hins vegar ólm fá mótefni gegn veirunni og sá sér því leik á borði þegar að dóttir hennar greindist með Covid-19 rétt fyrir jól.

Í færslu á Facebook-síðu sinni greinir Margrét frá þessu en segir að allt hafi komið fyrir ekki við að fá veiruna. Dóttir Margrétar fór að finna fyrir einkennum á jóladag og þann 27. desember fór hún í PCR-próf sem staðfesti smitið. Margrét segir dóttur sína hafa fengið mjög væg einkenni eða hausverk í tvo daga en engan hósta eða hita. Væg verkjalyf hafi dugað við helstu kvillum.

Lét dóttur sína anda ofan í sig

„Ég hef ekki farið leynt með það að ég er ekki bólusett en ég vil endilega fá mótefnið sem er samkvæmt vísindunum langbest og miklu betra en bólusetning. Ég reyndi því að smitast af dóttur minni með því að drekka úr glasinu hennar og við vorum ekkert að passa okkur hér á heimilinu, spiluðum hér við borðstofuborðið og lét hana anda ofan í mig. Ekkert gekk og mér hefur ekki tekist að smitast en þá en er búin að taka þrjú hraðpróf og er einkennalaus,“ skrifar Margrét.

Að hennar sögn hafi sú niðurstaða ekki komið henni í opna skjöldu enda verði hún sjaldan veik.

„Þetta kemur mér kannski ekki mikið á óvart því ég hef aldei á ævi minni fengið flensuvírus eins og t.d Inflúensu, ég þekki ekki að fá hita, beinverki, hálsbólgu og þers háttar eins og margir þekkja, hef samt oft umgengist fólk með flensu bæði á meðan og rétt áður þegar það er mest smitandi en aldrei hef ég smitast. Þetta virðist vera ættgengt því faðir minn var eins, hann fékk aldrei flensu á þeim 62 árum sem hann lifði,“ skrifar Margrét.

Sjá einnig: Margréti Friðriks vísað á dyr úr H&M – „Þetta kallast að taka lögin í sínar hendur og það er ekki í lagi“

Kári hafði ekki áhuga

Hún veltir því svo fyrir sér af hverju sumir, eins og hún, virðast algjörlega ónæmir fyrir flensum. Hún telur mikilvægt að rannsaka málið og hvort að það tengist blóðflokkum fólks. Til að fá úr því skorist segist hún tilbúin til að gefa blóð í slíka rannsókn.

„Ég sendi Kára Stefánssyni þessa rannsókn þegar hún kom út í upphafi faraldursins og spurði hann hvort væri ekki tilvalið fyrir Íslenska erfðargreiningu að rannsaka þetta nánar en hafði ekki mikinn áhuga á því. En flestir Íslendingar eru í O blóðflokk og er það kannski ástæðan fyrir litlum veikindum og andlátum hér á landi af völdum Covid. Á Íslandi eru ekki framkvæmdar neinar rannsóknir vegna Covid og mér finnst það óskiljanlegt því Ísland er tilvalin prótótýpa og auðvelt að framkvæma í lítilli og einangraðri þjóð, það er hins vegar ekki gert heldur einungis farið eftir erlendum rannsóknum þar sem skilyrði eru allt önnur en hér,“ skrifar Margrét.

Færsla Margrétar á Facebook:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd