fbpx
Sunnudagur 12.maí 2024
Pressan

Hitamet slegin í Alaska um jólin

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. desember 2021 06:35

Frá Kodiak Island. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvenjulega hlýtt var í Alaska um jólin, svo hlýtt að hitamet féllu. Á eyjunni Kodiak Island fór hitinn upp í tæpar 20 gráður á annan dag jóla. Desember er venjulega kaldur í Alaska, sem er nyrsta og stærsta ríki Bandaríkjanna, og snjór liggur yfirleitt yfir stórum hluta ríkisins.

En desember í ár er ekki þannig. Á annan dag jóla mældist hitinn á Kodiak Island 19,4 gráður en aldrei áður hefur svo hár hiti mælst í Alaska á þessum árstíma. The Guardian skýrir frá þessu.

Fram kemur að í Kodiak City, sem er stærsti bær eyjunnar, hafi mælst 18,4 gráðu hiti á annan dag jóla og er það hitamet en gamla metið var 8,4 gráður. Þetta er hæsti hiti sem mælst hefur í bænum á tímabilinu frá nóvember fram í mars.

Austar í ríkinu, í Cold Bay á tá Alaskaskagans, um 800 kílómetra úti í Beringshafi, mældist hitinn 16,6 gráður á annan dag jóla. Það er hitamet í desember en gamla metið var 6,6 gráður. Í bænum Unalaska á eyjaþyrpingunni Aleuterne mældust 13,3 gráður á jóladag en það er hæsti hiti sem mælst hefur á jóladag í ríkinu.

Rick Thoman, prófessor í loftslagsfræði við University of Fairbanks, segir þennan hita „fáránlega“ háan og telur að þetta sé skýrt merki um áhrif loftslagsbreytinganna á Norðurheimskautasvæðinu. „Það er nákvæmlega þetta sem við eigum von á að sjá í hlýrri heimi,“ sagði hann í samtali við The Guardian.

Þessi hái hiti við strendur Alaska hefur þau hliðaráhrif að mikil úrkoma hefur verið yfir innri hlutum ríkisins þar sem er venjulega þurrt í desember. Þetta hefur valdið frostrigningu sem hefur lamað innviðina í innri hlutum ríkisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja að kviðdómur hafi átt erfitt með að halda niðri í sér hlátrinum í gær

Segja að kviðdómur hafi átt erfitt með að halda niðri í sér hlátrinum í gær
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi mynd lagði líf drengjanna í rúst – Nú hafa þeir fengið uppreisn æru

Þessi mynd lagði líf drengjanna í rúst – Nú hafa þeir fengið uppreisn æru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Internetgoðsögnin varð til þess að tvær tólf ára stúlkur frömdu hroðalegan glæp

Internetgoðsögnin varð til þess að tvær tólf ára stúlkur frömdu hroðalegan glæp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór að sjá dóttur sína útskrifast og kom ekki aftur heim

Fór að sjá dóttur sína útskrifast og kom ekki aftur heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ítalir hafa fengið nóg – Sekta fólk fyrir að vera á sundskýlunni eða bikiní einu saman

Ítalir hafa fengið nóg – Sekta fólk fyrir að vera á sundskýlunni eða bikiní einu saman
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hélt að hann væri sloppinn – En 57 árum síðar gerðist það

Hélt að hann væri sloppinn – En 57 árum síðar gerðist það