fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Fréttir

Dómarinn í Covidmálum Þórólfs er fyrrum lögfræðingur Landlæknis – „Óheppilegt“

Heimir Hannesson
Mánudaginn 27. desember 2021 13:42

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómarinn í þeim fimm málum sem tekin verða fyrir nú síðdegis í dag og varða kærur einstaklinga sem setið hafa einkennalausir í einangrun í viku er fyrrum starfsmaður Landlæknisembættisins. Sóttvarnalæknir er sækjandi í málinu en embætti sóttvarnalæknis heyrir undir Landlæknisembættið.

Kristrún Kristinsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, er dómari í málinu. Kristrún starfaði áður sem lögfræðingur við embætti landlæknis. Í umsögn dómnefndar um mat á hæfni hennar og annarra umsækjenda um dómarastöðuna kemur fram að hún hafi starfað hjá landlæknisembættinu frá 1. febrúar 2012. Hún lét ekki af störfum þar fyrr en hún var skipuð dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur í mars 2013.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er sækjandi í dómsmálunum fimm. Hann tók við embættinu af Haraldi Briem í september 2015, en hann starfaði áður sem yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins í hlutastarfi.

Þannig er ljóst að Þórólfur og dómarinn í máli hans störfuðu saman hjá embættinu alla þá 14 mánuði sem Kristrún dómari starfaði þar.

Símaskýrsla tekin af Þórólfi

Málin fimm verða öll tekin fyrir í dag, hvert á fætur öðru og eru á dagskrá frá klukkan tvö til hálf fimm, en hvert mál fær hálftíma. Arnar Þór Jónsson, fyrrum héraðsdómari, er lögmaður fólksins í öllum málunum. Hann sagði í viðtali við Vísi fyrr í dag að tekist yrði á um hvort að jákvæð niðurstaða úr PCR próf nægi samkvæmt skilyrðum laga til þess að skikka fólk í svo langa einangrunarvist. Hefur Vísir eftir Arnari að tekist verið á um vísindaleg gögn sem liggja að baki áreiðanleika PCR prófa sem og hvort að Ómíkron afbrigðið sé þess eðlis að það dragi úr þörfinni fyrir frelsissviptandi aðgerðir.

Samkvæmt heimildum DV mun Þórólfur gefa skýrslu fyrir dómi í gegnum síma.

Aðgerðir sóttvarnayfirvalda er vörðuðu skyldudvöl Íslendinga sem voru að koma til landsins á farsóttahúsum voru á sínum tíma dæmdar ólögmætar, en að öðru leyti hefur ekki verið látið reyna með marktækum hætti á lögmæti aðgerða stjórnvalda er varða takmarkanir á frelsi einstaklinga, þar til nú.

DV náði ekki tali af Arnari Þór Jónssyni vegna málsins, en ræddi þó við aðra lögmenn sem sögðu stöðu Kristrúnar líklega ekki valda vanhæfi í lögfræðilegum skilningi. Aðrir höfðu þó orð á því að saga Kristrúnar væri í hið minnsta óheppileg, enda um hápólitískt mál að ræða og þeim mun alvarlegra að skugga sé varpað á hlutleysi dómara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum
Leiðrétting um Carbfix
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bikblæðingar á vettvangi rútuslyss – Vegarkaflinn „ein stór tjörudrulla“

Bikblæðingar á vettvangi rútuslyss – Vegarkaflinn „ein stór tjörudrulla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur staðfesti dóm yfir manni fyrir fjárdrátt – Tæmdi reikning fyrirtækis sem hann átti með öðrum

Landsréttur staðfesti dóm yfir manni fyrir fjárdrátt – Tæmdi reikning fyrirtækis sem hann átti með öðrum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar