fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Hagar bætast við bakland Grænvangs

Eyjan
Mánudaginn 27. desember 2021 12:45

Finnur Oddsson forstjóri Haga og Birta Kristín Helgadóttir starfandi forstöðumaður Grænvangs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagar hafa gerst bakhjarlar Grænvangs, samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir.

Grænvangur leiðir saman íslensk fyrirtæki og stjórnvöld til að vinna að sameiginlegu markmiði um kolefnishlutlaust Ísland 2040 og sér um verkefnisstjórn Loftslagsvegvísis atvinnulífsins sem er gefinn út annaðhvert ár í samvinnu sex atvinnugreinafélaga og Bændasamtakanna. Auk þess kynnir Grænvangur íslenskar grænar lausnir erlendis í samstarfi við Íslandsstofu undir merkjum Green by Iceland.

„Við hjá Högum hlökkum til að taka þátt í starfi Grænvangs. Aðgerðir í losun gróðurhúsalofttegunda er eitt af meginþáttum í sjálfbærnimálum Haga. Við höfum farið í viðamiklar innviða aðgerðir til að dragaúr losun í okkar starfsemi og munum halda áfram að leggja mikla áherslu á þessi verkefni. Stefna okkar er að Hagar verði áfram leiðandi fyrirtæki á Íslandi þegar kemur að umhverfis- og samfélagslegum málefnum,” segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga.

Bakland Grænvangs er víðtækt og telur nú 99 aðila, þeirra á meðal ráðuneyti, orkufyrirtæki, verkfræðistofur og banka sem öll láta sig loftslagsmálin varða. Birta Kristín Helgadóttir, starfandi forstöðumaður Grænvangs fagnar því að fá Haga í hópinn. ,,Loftslagsmálin verða ekki leyst án aðkomu íslensks atvinnulífs og Grænvangur styrkist við að bjóða velkominn jafn öflugan aðila og Haga, sem starfa á mörgum þeim mörkuðum sem mestu máli skipta í baráttunni framundan og hafa sett sjálfbærni á oddinn í sinni starfsemi undanfarin ár,“ segir Birta Kristín.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti