fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Dularfullt mál veldur heilabrotum – Fundu sjö látna í raðhúsi í Minnesota

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. desember 2021 04:27

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina fundust þrír fullorðnir og fjögur börn látin í raðhúsi bænum Moorhead í Minnesota í Bandaríkjunum. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum vegna þess að lögreglan er engu nær um hvað varð fólkinu að bana.

CBS News og fleiri bandarískir fjölmiðlar skýra frá þessu. Fram kemur að á sunnudagskvöldið hafi lögreglan skýrt frá því að ættingjar hafi fundið fólkið um klukkan 20 á laugardaginn og tilkynnt um málið til lögreglunnar.

Lögreglan segir að engin merki sé um að ofbeldi hafi verið beitt né um að brotist hafi verið inn í húsið. Lögreglan vinnur nú að rannsókn þess.

Shelly Clarkson, bæjarstjóri í Moorhead, sagði í samtali við Star Tribune að málið sé í alla staði hræðilegt og snerti enn meira við fólki en ella þar sem jólin séu skammt undan.

Nágrannar fjölskyldunnar sáu börnin síðast á föstudaginn en þau gengu í grunnskóla og menntaskóla í Moorhead.

Moorhead er nærri Fargo í Norður-Dakóta. Um 45.000 manns búa í bænum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Í gær

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli