fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Þórólfur skilar minnisblaði til Willums nú í morgunsárið – Ekki ólíklegt að smitin verði 600 á dag fljótlega

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. desember 2021 06:07

Þórólfur Guðnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mun skila minnisblaði um sóttvarnaaðgerðir til Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra, nú í morgunsárið. Minnisblaðið verður lagt fyrir ráðherrafund í kjölfarið. Þetta staðfesti Willum við mbl.is í gærkvöldi.

Núverandi takmarkanir renna út 22. desember. 200 smit greindust í gær og er það næstmesti fjöldi smita sem greinst hefur á einum degi. Tólf sjúklingar liggja á Landspítalanum vegna COVID-19, einn þeirra er á gjörgæslu.

Að minnsta kosti 160 tilfelli Ómíkron hafa verið staðfest hér á landi og var meirihluti þeirra hjá fólki sem ekki var í sóttkví þegar það greindist.

Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, telur líklegt að fljótlega muni útbreiðsla kórónuveirunnar líkjast því sem er í nágrannaríkjum okkar. Morgunblaðið hefur eftir honum að því megi  hæglega búast við 600 smitum á dag á næstu misserum. „Okkur líst ekki vel á þetta. Öll reynsla í nágrannaríkjum er þannig að þetta mun bara vaxa núna í veldisvexti og við getum alveg gert ráð fyrir því að þetta verði eins og í Danmörku. Þá gætum við verið að sjá sirka 600 smit á dag. Ef svo fer, þá munum við vera með á tíu dögum sex þúsund smit og tólf þúsund smit á tuttugu dögum,“ sagði hann í samtali við mbl.is í gær.

Hann sagði að ef þessi spá gengur eftir sé eini kosturinn í stöðunni að allt samfélagið bregðist við. Hann sagði einnig að ef útbreiðslan muni líkja eftir því sem hefur gerst á hinum Norðurlöndunum megi búast við að 120 COVID-19-sjúklingar þurfi að liggja á sjúkrahúsi í einu miðað við að 1% sjúklinga þurfi að leggjast inn á sjúkrahús. „Þorri fólks mun ekki veikjast mikið og alvarlega en það er þetta sem út af stendur sem kemur til kasta heilbrigðisstofnana,“ sagði Már.

Hann sagði að nú sé mikilvægt að grípa í taumana og að tveir mikilvægir þættir séu í stöðunni til að halda aftur af útbreiðslu veirunnar. Annars vegar með sóttvarnaaðgerðum á borð við samkomutakmarkanir og hins vegar að hvetja fólk til að fara í örvunarbólusetningu og hefja bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára. „Þeim mun meira ónæmi sem við höfum í samfélaginu, því erfiðara er fyrir veiruna að dreifast,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast